Þeir eru ekki margir sem hafa á jöfnu valdi að spila undravel bæði á orgel, píanó, harmonikku og fiðlu. Hvað þá að
hafa blásið í básúnu sér til bjargar í hernum. Valmar Väljaots uppfyllir hins vegar öll þessi skilyrði en hann er Norðlendingum
að góðu kunnur fyrir tónlistargáfu sína. Valmar flutti til Húsavíkur árið 1994 þá 27 ára gamall og hefur
búið á fjórum stöðum á Norðurlandi, hin síðari ár á Akureyri. Í viðtali við Akureyrarblaðið
ræðir Valmar uppvöxtinn í Eistlandi, forlagahyggjuna, Rússahatrið, naívískan ölvunarakstur á Húsavík og óendanlega orku
Mývatnssveitar.
Þannig hefst opnuviðtal við Valmar Väljaots, organista í Glerárkirkju, í nýjasta tölublaði Akureyri-vikublaðs. Vefútgáfa
blaðsins er aðgengileg hér.
Uppfært 3. júní: Nú einnig aðgengilegt sem frétt á vefnum.