Þessar vikurnar standa yfir umræðukvöld í Glerárkirkju á vegum prófastsdæmisins um trúna á Krist, guðspjöllin og
nútímann. Hvert umræðukvöld hefst á tveggja manna tali um ákveðið þema. Miðvikudagskvöldið 26. október er röðin
komin að sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur og sr. Örnólfi Ólafssyni og ræða þau um bókmenntir og listir. Til grundvallar
umræðunni er lögð bók páfa ,,Jesús frá Nasaret".
Lesa nánar um fræðslukvöldin á vef prófastsdæmisins.