UD-Glerá er heitið á unglingastarfi vetrarins sem er samstarfsverkefni KFUM og KFUK og Glerárkirkju. Aðsóknin á fyrstu tvo fundina hefur verið vægast sagt mjög góð og hlökkum við til að starfa með frábæru teymi unglinga í vetur. Umsjón með starfinu hafa Jóhann H. Þorsteins og Pétur Björgvin. Dagskráin fer fram á fimmtudagskvöldum í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Húsið opnar kl. 19:30. Myndir frá starfinu eru aðgengilegar á Facebook síðu UD-Glerá.