Upplýsingar um fermingarferðalögin 20. - 23. október.

Hólar í Hjaltadal
Hólar í Hjaltadal

Hluti af fermingarfræðslunni er að taka þátt í dagsferð fermingarbarna á Löngumýri í Skagafjörð, með viðkomu á Hólum í Hjaltadal. Ferðirnar verða sem hér segir: 

Giljaskóli 20. október
Síðuskóli 21. október
Glerárskóli 23. október


Lagt er af stað frá Glerárkirkju kl. 8:30 að morgni og komið aftur um kl. 20 að kvöldi.

Kostnaði vegna ferðarinnar er haldið í lágmarki og er hún styrkt bæði úr sóknarsjóði Lögmannshlíðarsóknar og héraðssjóði prófastsdæmisins. Þátttakugjaldið er niðurgreitt af sóknarnefnd og verður hlutur fermingarbarnanna 1.500 kr

Ath. að lítil sundlaug er á Löngumýri og börnunum því heimilt að taka sundföt og handklæði með. Einnig þurfa börnin að vera klædd til útiveru. Ekki er ætlast til að þau taki með sér pening eða sælgæti, og tekið er fram að engin ábyrgð er tekin á þeim tækjum eða öðru sem börnin hafa með sér, t.d. GSM símum, yfirhöfnum o.s.frv. 

Ekki þarf að tilkynna sérstaklega þátttöku í ferðalagið, en ef börnin forfallast, eða komast ekki af einhverjum orsökum viljum við fá að vita það

Frekari upplýsingar veita sr. Gunnlaugur Garðarsson (gunnlaugur(hja)glerarkirkja.is) og sr. Jón Ómar Gunnarsson (jononmar(hjá)glerarkirkja.is). 

Frekari upplýsingar um fermingar og fermingarundirbúning í Glerárkirkju eru hér.