11.03.2012
Síðustu daga hefur Biskupsstofa í samstarfi við prófastsdæmin staðið fyrir fundum um land allt, þar sem að biskupsefnum hefur gefist kostur
á að kynna sig og sín málefni. Fundaröðinni lauk með kynningarfundi laugardaginn 10. mars 2012 í safnaðarheimili Glerárkirkju. Kjörmenn
annars vegar úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og hins vegar úr Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi voru boðaðir
sérstaklega til fundarins. Eins og gefur að skilja höfðu ekki allir kjörmenn af jafn víðfeðmu svæði tök á því að koma
til Akureyrar þennan laugardag. Því er brugðið hér á það ráð að birta upptökur frá fundinum að beiðni
prófasta. Lögð var áhersla á að birta upptökurnar sem fyrst og því eru þær birtar óunnar/óklipptar.
Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.