Æskulýðssamband kirkjunnar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, í samstarfi við KFUM og KFUK á Norðurlandi stóð
fyrir helgarsamveru undir yfirskriftinni "Guð elskar glaðan gjafara" dagana 5. og 6. nóvember síðastliðinn. Gist var í grunnskólanum á
Ólafsfirði og fór dagskráin fram víða um bæinn. Var það mál manna að Ólafsfirðingar hefðu tekið afskaplega vel
á móti hópnum. Meðal stjórnenda á mótinu voru sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sr. Guðmundur Guðmundsson, Pétur
Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju og Jóhann H. Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðsstarfs KFUM og KFUK.
Skoða myndir frá samverunni.
Skoða frétt á www.625.is.