Þessa dagana standa yfir kynningaferðir æskulýðsstarfsins á Hólavatn. Ferð númer tvö lauk í dag þegar 24 krakkar komu til baka úr vel heppnaðri ferð, en flest þeirra eru í Giljaskóla. Veðrið lék við hópinn og var gaman hve mikill áhugi krakkanna var á íþróttum og var blakvöllurinn mikið notaður. Að sjálfsögðu var líka farið í og á vatnið og tekið þátt í fjölbreyttri dagskrá.
Ásamt Pétri Björgvini djákna voru þau Halla, Pétur, Hreinn og Dagný með í för auk þess sem Jói Þorsteins og Marína tóku að hluta til þátt í dagskránni. Með dagskrá sem þessari vill æskulýðsstarf Glerárkirkju kynna fjölbreytt æskulýðsstarf kirkjunnar og KFUM og KFUK fyrir krökkunum.