Það voru 13 ánægðir unglingar sem snéru heim í hádeginu í dag að lokinni næturlangri dvöl á Hólavatni þar sem veðrið lék við hópinn. Mikið var verið á og í vatninu, brauð bakað yfir eldi á miðnætti, hlegið á kvöldvöku og sungið hástöfum. Um fyrstu ferðina af þremur var að ræða. Það er æskulýðsstarf Glerárkirkju sem stendur fyrir ferðunum og geta verðandi fermingarbörn valið að fara með í ferðina, en hún er ekki hluti af formlegri fermingarfræðslu kirkjunnar.
Veðrið lék við hópinn.