Nú stendur yfir í Glerárkirkju sýningin ,,Við [og] krossinn" en þar hefur verið stillt upp [hug]mynd af frásögn Biblíunnar um
síðustu daga Jesú Krists. Það eru starfsnemar frá Þýskalandi, Maria Rehm og Anja Lindner, sem sáu um uppstillinguna undir stjórn
Péturs Björgvins djákna, en biblíubrúðurnar fékk kirkjan að láni hjá Reginu B. Þorsteinsson, hjúkrunarfræðingi og
viðurkenndum leiðbeinenda í Biblíubrúðugerð. Sýningin mun standa fram yfir páska.
Fleiri myndir má sjá á Flickr-vef Péturs Björgvins.