Vinaheimsóknir kirkjunnar í Eyjafjarðar -og Þingeyjarprófastsdæmi

Á vegum Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis hefur undanfarin ár verið boðið upp á vinaheimsóknir til aldraðra einstaklinga, þetta starf lætur ekki mikið yfir sér, en hefur smátt og smátt eflst og aukist.

Með starfinu er reynt að rjúfa einangrun fólks og koma til móts við einaklinga sem hafa lítil tök á að fara út á meðal fólks, en vilja gjarnan fá heimsóknir úr nágrenninu. Sjálfboðaliðar sem að þessu starfi standa taka gjarnan að sér einn einstakling og verður það samkomulagsatriði hve oft er komið til fólks og hvað er gert, hvort farið er út að ganga, lesið eða bara rabbað saman.
Á dvalarheimilum hafa slíkar heimsóknir einnig verið vel þegnar og tengsl myndast sem báðir aðilar hafa haft ánægju af.

Þeir sem vilja vita meira um þessa starfsemi geta haft samband við sr. Sunnu Dóru Möller sem hefur nú tekið við umsjón þessara heimsókna af Ástu Garðarsdóttur. Hægt er að hafa samband í síma 6942805 eða á netfanginu sunnadora@akirkja.is. Einnig er hún með viðtalstíma í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á þriðjudögum til fimmtudaga kl. 11.00-12.00.

Vert er að vekja athygli á því að ef að einhver hefur einnig hug á að gerast sjálfboðaliði í þessu mikilvæga starfi, þá er um að gera að hafa samband sr. Sunnu Dóru sem tekur við slíkum beiðnum. Frekari upplýsingar um vinaheimsóknirnar má finna á heimasíðu prófastdæmisins www.kirkjan.is/naust.