Hermann Jón Tómasson frá Samfylkingunni er framsögumaður á þjóðgildakvöldi í Glerárkirkju í kvöld,
mánudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:00. Katrín Ásgrímsdóttir, sem sæti á í Kirkjuráði sér um helgistundina.
Hér er um framhald á umræðukvöldum um þjóðgildin að ræða sem staðið hafa yfir á vegum prófastsdæmisins í
Glerárkirkju frá því í febrúarbyrjun.
Umræðukvöldin fara fram í safnaðarsal Glerárkirkju. Þeim er ætlað að efla samtal og skilning á meðal ólíkra hópa
í samfélaginu um þjóðgildin eins og þau birtast í bók Gunnars Hersveins. Þar eru þjóðgildin 12 frá
Þjóðfundinum 2009 sett fram með hugleiðingum höfundar.
Bók Gunnars, Þjóðgildin, var tilnefnd ásamt níu öðrum bókum frá liðnu ári til viðurkenningar Hagþenkis -
félags höfunda fræðirita og kennslubóka. Viðurkenningarráð Hagþenkis gaf bókinni eftirfarandi umsögn: ,,Hógvær en beitt
rökræða um þau kjölfestuhugtök og gildi sem íslensk menning þarfnast við uppbyggingu þjóðar."
Sjá nánar
á vef prófastsdæmisins.