Í jólakveðju sinni leggur aðalritari Alkirkjuráðsins, dr. Olav Fykse Tveit, áherslu á leiðsögn Guðs sem birtist í Orði hans. Hann vitnar í sálmaskáldið sem lýsir Orði Guðs sem lampa fóta okkar og hinar mörgu tilvísanir Heilagrar ritningar til ljóssins sem sýnir dýrð Guðs og leiðsögn. Aðalritarinn minnir líka á að í listaverkum sjáum við skin stjörnunnar af himni, ljómann kringum englana og og hina himnesku birtu frá jötunni sem lýsir upp mannlífið.