Þriðja fimmtudagskvöldið í röð mættu um 50 krakkar í sameiginlegt unglingastarf KFUM og KFUK og Glerárkirkju sem nú hefur hlotið nafnið UD-Glerá. Dagskrá kvöldsins hófst með helgistund þar sem að sagt var frá því þegar Jesú hitti lærisveinana við Tíberíasvatn og borðaði með þeim grillaðan fisk og brauð (Jóh. 21). En það var í þriðja sinn sem Jesús birtist lærisveinum sínum upp risinn frá dauðum. Að helgistund lokinni tók við skapandi verkefni þar sem hver hópur bjó til myndastyttu. Kvöldinu lauk svo með pizzuveislu en krakkarnir slógu saman í 15 pizzur. Það var kátur og fjörugur hópur sem hélt heim á leið að samveru lokinni, öll með foreldrabréf í vasanum því næst (4. október) er foreldrafundur.
Hér á vef Glerárkirkju eru birtar nokkrar myndir frá samverunni.