27.04.2009
Festive Easter Orthodox Church in Akureyri
On Friday, May 1st at 10:00 am there will be a divine Liturgy at Glerarkirkja, Bugdusida 3, 603 Akureyri. Orthodox priest: Timur Zolotuskiy.
22.04.2009
Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl verður skátaguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 11:00. Þar sjá skátar um söng undir
stjórn Snorra Guðvarðarsonar. Prestur verður sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kl. 13:30 er svo fermingarmessa í kirkjunni þar sem sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr.
Arnaldur Bárðarson þjóna. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng. Organisti er Hjörtur Steinbergsson.
16.04.2009
Lokaspretturinn er nú hafinn á foreldramorgnum í Glerárkirkju. Næstkomandi fimmtudag, 23. apríl er enginn foreldramorgunn en allir velkomnir í
skátamessu klukkan ellefu, en að vanda standa skátar fyrir slíkri messu á sumardaginn fyrsta.
Foreldramorgnar verða svo í safnaðarsalnum 30. apríl, 7. maí og 14. maí en þann dag er von á heimsókn frá Ungbarnaverndinni með
fræðslu, nánar auglýst síðar. Sú samvera er um leið lokasamveran þetta vorið. Hefð er fyrir því að foreldrarnir komi saman
í lok vorannar og grilli saman pylsur og verður það auglýst á næstu samverum hvaða háttur verður þar á, hvort grillað
verður á lokasamverunni eða hisst annars staðar til þess.
02.04.2009
Á skírdag, fimmtudaginn 9. apríl kl. 16:00 verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Glerárkirkju. Á
þessum tónleikum fær hljómsveitin til liðs við sig Kór Glerárkirkju og félaga úr Kammerkór Norðurlands við flutning
á Gloríu eftir Antonio Vivaldi. Einsöngvara á tónleikunum verða Helena G. Bjarnadóttir, Eydís S. Úlfarsdóttir og Sigrún
Arngrímsdóttir.
Á tónleikunum verður einnig flutt Canon fyrir strengi eftir Johann Pachelbel og Svíta nr. 3. í D-dúr eftir J.S. Bach. Stjórnandi er Guðmundur
Óli Gunnarsson. Forsala miða er á miði.is (1.500 kr.). Miðaverð við innganginn er 2.000. krónur. Aðgangur ókeypis fyrir 20 ára og yngri.