Fréttir

Vígslubiskupskosning fer í seinni umferð

Talningu í vígslubiskupskjöri er lokið. Atkvæði féllu þannig að sr. Gunnlaugur fékk 27 atkvæði, sr. Kristján 57 og sr. Solveig Lára 76. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta verður valið milli þeirra tveggja er flest atkvæði hlutu.

Talið í vígslubiskupskjöri í dag

Í dag verða talin atkvæði í kjöri til vígslubiskups á Hólum. Þrjú hafa gefið kost á sér til embættisins, þau sr. Gunnlaugur Garðarson, sr. Kristján Björnsson og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Foreldramorgnar í allt sumar

Í sumar ætlum við að gera tilraun til að bjóða upp á foreldramorgna á hefðbundnum tíma, kl. 10 á fimmtudagsmorgnum.

Gróska og Guð

Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju hefur ýtt úr vör nýju verkefni á vefnum. Sjálf talar hún um að þetta sé gróskuverkefni um hugvekjur um umhverfi og trú. Fyrstu hugvekjurnar má sjá á gróskuvefnum.

Innflytjendur og íslensk tunga

Sr. Toshiki Toma starfar á vegum þjóðkirkjunnar sem prestur innflytjenda. Hann hefur verið ötull málsvari virkrar aðlögunar þeirra sem hingað flytja um leið og hann hefur bent á þá þætti sem betur megi fara hjá þeim sem fæddir eru hér á Fróni svo að aðlögunin sé gagnkvæm. Í dag ritar hann pistil á trú.is þar sem hann ræðir um innflytjendur og íslenska tungu.

Kór Glerárkirkju í kórakeppni

Tveir blandaðir kórar frá Tékklandi, stúlknakór og blandaður kór frá Eistlandi, tveir karlakórar frá Finnlandi, drengjakór frá Frakklandi, barna- og unglingakór frá Þýskalandi, blandaðir kórar frá Ungverjalandi, Indónesíu, Kasakstan og Rússlandi, barnakór frá Suður-Kóreu og menntaskólakór frá Singapore eiga ásamt Kór Glerárkirkju og fjölda annarra kóra það sameiginlegt að taka þátt í Franz-Schubert-Kórakeppninni sem fram fer í Vín í Austurríki dagana 13. til 17. júní næstkomandi.

Áskorun til stjórnvalda um velferð barna

Þjóðmálanefnd kirkjunnar hefur það hlutverk að efla og hafa frumkvæði að opinberri umræðu um samfélagsmál út frá kristnum grunngildum og styrkja faglegan grunn fyrir þá umræðu. Liður í þeirri viðleitni nefndarinnar er nýr bæklingur um velferð barna.

Vortónleikar á hvítasunnu

Kór Glerárkirkju heldur vortónleika sína í Glerárkirkju á hvítasunnudag, 27. Maí kl. 20:00. Flutt verður tónlist sem kórinn flytur í kórakeppni í Vínarborg í júní n.k. verð kr. 1.500. Ath: ekki er tekið við greiðslukortum.

Framtíð kirkjunnar á landsbyggðinni!

Framtíðarhópur kirkjuþings býður til málþings um framtíð kirkjunnar á landsbyggðinni. Fjórir frummælendur munu ræða um hlutverk, verkefni og aðstæður kirkjunnar. Málþingið verður haldið laugardaginn 2. júní í safnaðarsal Glerárkirkju frá 12:00 til 15:00.

Aðalfundur Kórs Glerárkirkju

Aðalfundur Kórs Glerárkirkju