10.05.2012
Það verður mikið um dýrðir hjá "afmælisbarninu" og skólabænum Akureyri 7.–21. maí þegar nemendur í leik- og
grunnskólum bæjarins sýna afrakstur vetursins á Uppskeruhátíð leik- og grunnskólanna. Verkin verður að finna víðs vegar um
bæinn eða á hátt í tuttugu stöðum og má sem dæmi nefna að leikskólinn Tröllaborgir sýnir á Bláu
könnunni, Oddeyrarskóli í Flugstöðinni, leikskólinn Sunnuból sýnir í Glerárkirkju og
Glerárskóli sýnir í Lystigarðinum og á Icelandair Hotel.
Sjá nánar á akureyri.is.
09.05.2012
Messa kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Allir velkomnir.
09.05.2012
Jafnréttisstofa, Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi og Háskólinn á Akureyri bjóða upp á ráðstefnu um birtingamyndir
ofbeldis-afleiðingar og úrræði í HA föstudaginn 11. maí nk. Dagskrá ráðstefnunnar er metnaðarfull en leitast var við að fá
framsögufólk og sérfræðinga af ólíkum sviðum samfélagsins til að fjalla um aðkomu þeirra, rannsóknir og helstu
þætti sem skoða þarf til að auka þekkingu og úrræði í þessum málaflokki.
Sjá nánar á http://www.unak.is/radstefnur.
09.05.2012
Við sem störfum með ungu fólki verðum að spyrja okkur hvort verið geti að við séum á engan hátt undir það búin að
búa einstaklinginn undir að takast á við hið framandi og óskiljanlega. Eða hvernig gengur okkur að samsama okkur fjölhyggjusamfélaginu?
Lesa pistil á trú.is.
08.05.2012
Um hver áramót setjum við hér í Glerárkirkju tilkynningu um dagsetningar ferminga næsta árs á síðuna. Bent er á að
þær upplýsingar eru aðgengilegar undir liðnum fermingar hér til hægri (einnig hægt að smella
hér).
09.05.2012
Hádegissamvera verður að vanda í Glerárkirkju miðvikudaginn 9. maí kl. 12:00. Stundin hefst í kirkjunni með orgelleik, signingu og
sálmasöng. Guðspjallstexti vikunnar er lesinn, farið með syndajátningu og kirkjugestum boðið að ganga til altaris. Að altarisgöngu lokinni tekur
við fyrirbænastund. Koma má fyrirbænaefnum til presta kirkjunnar í síma 464 8800 á viðtalstíma (þriðjudag og miðvikudag kl. 11:00
til 12:00). Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði í safnaðarsal að fyrirbænum loknum.
15.05.2012
Glerárkirkja, í samstarfi við ráðgjafa- og sálgæslusetrið HEILD, stendur fyrir námskeiðinu LEIÐARSTEINAR TIL FARSÆLLA OG BETRA
LÍFS, þriðjudagana 15. og 22. maí næstkomandi. Námskeiðið er þróað með aðferðafræði tólf sporanna að
leiðarljósi - andlegu ferðalagi - með kenningum úr tilvistarfræðum (existentialism), sálfræði (HAM) og fl. Jafnframt eru kynntar aðferðir
íhugunarfræðanna.
04.05.2012
Í frétt sem birtist fyrir stundu á kirkjan.is segir:
Frambjóðendur til vígslubiskupsembættisins að Hólum eru orðnir þrír en í dag var tekið á
móti framboðstilkynningu sr. Gunnlaugs Garðarssonar sóknarprests í Glerárprestakalli á Akureyri. Má nú gera ráð fyrir að allur
póstur stimplaður á lokadegi umsóknarfrests, 30. apríl, hafi borist kjörstjórn og því muni frambjóðendum ekki fjölga frekar.
Eru þeir þá þrír: Sr. Gunnlaugur Garðarsson, sr. Kristján Björnsson og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Sjá nánar í frétt á kirkjan.is.
13.05.2012
Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknarverður haldinn þann 13. maí nk.
í Glerárkirkju að lokinni messu sem hefst kl 11.00. Boðið verður upp á súpu og brauð áður en fundur hefst.
Dagskrá fundar:
1. Skýrsla formanns
2. Rekstrarreikningur ársins 2011
3. Önnur mál
Sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar
04.05.2012
Djáknarnir í Hallgrímskirkju og Glerárkirkju skrifa í dag um menntun þeirra sem sjá um barna- og unglingastarf í kirkjum landsins. Í
pistli þeirra sem birtist á trú.is hvetja þau kirkjustjórnina í heild sinni til þess að bjóða upp á námskeið um allt
land fyrir þau sem koma að barna- og unglingastarfi kirkjunnar.
Lesa pistil á trú.is.