30.09.2015
Sunnudaginn 4. október verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni, þjóna ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Barna - og æskulýðskórinn syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Í kvöldmessunni kl. 20 þjónar sr. Jón Ómar Gunnarsson ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
30.09.2015
Laugardaginn 3. október verður kyrrðardagur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar hafa verið haldnir kyrrðardagar á hverju misseri og aðstæður til kyrrðar, íhugunar og hvíldar mjög gjóðar. Umsjón hafa sr. Guðmundur, sr. Guðrún og sr. Oddur Bjarni.
22.09.2015
Sunnudaginn 27. september verður sunnudagaskóli og messa í Glerárkirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskólinn verður í umsjá Sunnu Kristrúnar, djákna.
11.09.2015
Sunnudaginn 13. september verður messa og sunnudagaskóli í Glerárkirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar fyrir altari og predikar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots, organista kirkjunnar. Sunna Kristrún, djákni, leiðir sunnudagaskólann ásamt leiðtogum.
04.09.2015
Fermingarundirbúningurinn í Glerárkirkju er nú framundan og hefst hann á kynningarfundum 8., 9., og 10. september n.k. fundirnir verða klukkan 16 í Glerárkirkju. Fyrir fundina er mikilvægt að búið sé að skrá fermingarbörnin í fræðslu og velja fræðslutíma, en hægt er að ganga frá því hér á vefnum.
04.09.2015
Kvöldmessa í Glerárkirkju kl. 20. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.