Fréttir

Viðskiptavinur eða safnaðarmeðlimur

Í kynningu á pistli dagsins á trú.is segir: Eru þau sem koma í kirkjuna viðskiptavinir hennar? Eru þau sem koma í kirkjuna safnaðarmeðlimir? Þessi áleitna spurning er ein af mörgum sem vakna við lestur doktorsritgerðar Stig Linde. Lesa pistil á trú.is.

Göngumessa mánudaginn 1. ágúst kl. 20:00

Stundin hefst í Glerárkirkju, við göngum svo um hverfið, stöldrum við á nokkrum stöðum, íhugum og biðjum. Stundinni lýkur síðan með molasopa í Glerárkirkju. Létt ganga um hverfið sem ætti að vera á færi flestra. Allir velkomnir. Stundina annast sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir.

Biedermann-ismi?

Í pistli dagsins á trú.is segir m.a.: Samfélag sem einkennist af hugleysi, aðgerðaleysi, blindu trausti og meðvirkni er dæmt til þess að hnigna. Þjóðfélag sem sinnir ekki menntun og færniþjálfun innan ramma fjölmenningarlegs náms á ekki bjarta framtíð. Biedermann ætti að vera hverju okkar lifandi aðvörun um að gera betur. Lesa pistil á trú.is.

Ertu með tillögu til úrbóta?

Aukakirkjuþing 2011 kaus fimm manna nefnd úr hópi kirkjuþingsfulltrúa til að undirbúa tillögur til úrbóta er varða forvarnir og viðbrögð vegna kynferðisbrota á vettvangi þjóðkirkjunnar. Verða tillögurnar lagðar fyrir komandi kirkjuþing að hausti. Nefndin biður þau sem hafa ábendingar að hafa samband við nefndina, netfang nefndarinnar er kirkjuthingsnefnd [hjá] kirkjan.is Sjá nánar í frétt á kirkjan.is

Úrsagnir eru áskorun

Biskup Íslands skrifar í trú.is í dag um úrsagnir úr kirkjunni. Þar segir hann meðal annars: Um land allt er kirkjan að vinna mikilvægt mannræktarstarf og mæta fólki í erfiðum aðstæðum með orð og athöfn sem vekur von og lífsþrótt. Mesta áhyggjuefni mitt er að úrsagnir bitni á því starfi. Lesa pistil.

Kvöldmessa 10. júlí

Sunnudagskvöldið 10. júlí er kvöldmessa í Glerárkirkju kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Krossbandið leiðir söng.

Ástin er ábyrgðarfull

Ástin er ákall til þín um að þú axlir ábyrgðina gagnvart maka þínum í hjónabandinu ykkar. Að elska maka þinn. Að virða maka þinn. Að gleðjast yfir maka þínum. Lesa á fram á trú.is.