01.10.2013
Nú hefja göngu sína á ný hin sívinsælu fræðslukvöld Glerárkirkju í samvinnu við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.
27.09.2013
Kvöldguðsþjónusta verður kl. 20 sunnudaginn 29. september. sr. Arna Ýrr leiðir stundina og Krossbandið sér um tónlistina. Allir velkomnir.
26.09.2013
Fyrsta fjölskylduguðsþjónusta vetrarins verður á sunnudaginn kemur kl. 11.
19.09.2013
Á sunnudaginn verður að venju messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 með sameiginlegu upphafi í messu. Að messu lokinni er foreldrum fermingarbarna sem ekki komust á fund í kirkjunni síðasta sunnudag, gefið tækifæri á að hitta sr. Gunnlaug í safnaðarsal á stuttum upplýsingafundi.
19.09.2013
Fyrsta eldri borgara samvera vetrarins verður fimmtudaginn 19. september kl. 15. Gestur samverunnar verður Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, sem nýlega hóf störf í Glerárkirkju.
13.09.2013
Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðuð til messunnar á sunnudaginn kemur þann 15. september kl. 11. Að messu lokinni verður síðan stuttur upplýsingafundur fyrir foreldrana í safnaðarsal.
12.09.2013
Minningarstund vegna fósturláta verður haldin í Höfðakapellu á Akureyri fimmtudaginn 12. september kl. 16.30.
Minningarstundin er hugsuð til að koma til móts við þau ótalmörgu sem upplifað hafa sorg vegna fósturláts.
Að stundinni lokinni verður gengið í nýjan fósturduftreit í kirkjugarðinum, þar sem hægt er að leggja blóm við minnisvarðann.
11.09.2013
Nú hefjum við aftur vetrarstarfið og þá fyllist húsið af foreldrum og ungum börnum þeirra á fimmtudagsmorgnum kl. 10.
09.09.2013
Fermingarbörn úr Giljaskóla dvöldu á Hólavatni í eina nótt um helgina. Veðrið var einstaklega gott og því var hægt að vera í leikjum úti. Leikurinn Stratego sló í gegn, setið var við arinn eld og sönvar sungir og frætt um forvitinn mann í Nýja testamentinu.
09.09.2013
Í tilefni alþjóðlegs dags sjálfsvígsforvarna verður haldin kyrrðarstund í Glerárkirkju þriðjudaginn 10. september kl. 20:00.
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir stundina, aðstandandi segir frá reynslu sinni og Valmar Väljaots og Þórhildur Örvarsdóttir sjá um tónlistarflutning.
Í lok athafnarinnar gefst kostur á að kveikja á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Eftir stundina verður kynning á starfi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og LIFA, landsamtaka aðstandenda eftir sjálfsvíg.