Fréttir

Messa í Glerárkirkju.

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 3. nóvember kl: 11.00 Prestur: er sr. Gunnlaugur Garðarsson Organisti: Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju leiðir söng.

Diskó eða dýrðarsöngur á fræðslukvöldi 30. okt.

Síðasta kvöldið í dagskránni Syngjandi kirkja verður á miðvikudaginn 30. október kl. 20-22. Yfirskrift kvöldsins er Diskó eða dýrðasöngur. Áherslan verður á nýjum sálmasöng sem litið hefur dagsins ljós hin síðari ár. Kór Glerárkirkju flytur nokkur dæmi og Valmar Väljaots, organisti, kynnir nokkrar nýjar stefnur í tónlistinni sem notuð er. Hildur Eir Bolladóttir og Sunna Dóra Möller, prestar í Akureyrarkirkju, ræða um nýrri sálmakveðskap.

Samstarf um jólaaðstoð

25. október var undirritaður samstarfssamningur um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu í Glerárkirkju. Fjögur samtök munu vinna saman í ár að þessu verkefni. Þau eru: Hjálpræðisherinn á Akureyri, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði Krossinn við Eyjafjörð.

27. október. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 – kvöldguðsþjónusta kl. 20

Í fjölskylduguðsþjónustunni syngur Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju undir stjórn Dagnýjar Höllu Björnsdóttur. Sýnt verður brúðuleikhús og horft á skjámyndir um söguna um Mörtu og Mikill söngur. Sr. Guðmundur Guðmundsson og Ragnheiður Sverrisdóttir annast guðsþjónustuna. Í kvöldguðsþjónustunni spilar krossbandið og sr. Guðmundur prédikar á myndrænan hátt.

Syngjandi kirkja

Miðvikudaginn 23. október kl. 20 heldur dagskráin Syngjandi kirkja áfram. Yfirskriftin er Lofsöngur kóranna. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti og kór Möðruvallaklaustursprestakalls annast flutning sálma sem sr. Guðmundur Guðmundsson fjallar um. Erindi hans heitir: Kóraltímabilið og sálmabókin 1886.

Glerárkirkja er bleik!

Glerárkirkja hefur verið lýst með bleikum ljósum allan októbermánuð. Á þann hátt vill kirkjan vekja athygli á baráttu gegn krabbameinum hjá konum og vera með í fjáröflunar- og árvekniátaki Krabbameinsfélagsins Bleiku slaufunni.

Messa og sunnudagaskóli 20. október kl. 11

Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng.Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Svava Ósk, Herdís Júlía, Kolbrá og Hermann.

Syngjandi kirkja, dagskráin aðgengileg á YouTube

Nú eru aðgengileg myndbönd á youtube frá fræðslukvöldunum í Glerárkirkju með yfirskriftinni Syngjandi kirkja. Þau má nálgast hér á síðunni. Það var Eyþór Ingi Jónsson, organisti, ásamt Kór Akureyrarkirkju sem reið á vaðið og fjallaði hann um Sálmabókina 1997, núverandi sálmabók. Kórinn flutti dæmi úr bókinni til að undirstrika hvernig nýta má hana í helgihaldinu. Þá fjallaði sr. Svavar A. Jónsson um texta og tónlist og líkti í erindi sínu helgihaldi kirkjunnar við leik sem getur eins og leikir eru stundum verið grafalvarlegir en ánægjulegir og gleðilegir jafnan.

Kirkjan ómar af söng

Fimmtudaginn 17. október kl. 20-22 mun Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Daníel Þorsteinsson, kórstjóri flytja nokkur af gömlu lögum við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Við fáum í heimsókn Smári Ólason, tónvísindamaður, sem hefur rannsakað þessa tónlistahefði m. a. í gömlum upptökum og heimildum víða að. Hann hefur skoðað þessi gömlu lög og íslenska gerð þeirra meðal alþýðu.

Sunnudagaskólinn vel sóttur

Á þessari mynd sjáum við hluta þeirra barna sem komu í sunnudagaskólann síðasta sunnudag.