Fréttir

Sunnudagur 30. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu

Sunnudagsskóli og messa kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valamar Väljaots. Aðventukvöld kl. 20:30 Ræðumaður er Sigrún Stefánsdóttir. Kór Glerárkirkju syngur ásamt Barna- og Æskulýðskór kirkjunnar. Fermingarbörn taka þátt í ljósaathöfn. Allir hjartanlega velkomnir.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson fjallar um bréf Jóhannesar og Opinberunarbókina

Síðasta fræðslukvöldið í Glerárkirkju þetta misserið verður miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20-22. Sr. Jón Ómar Gunnarsson, prestur í Glerárkirkju, mun fjalla um bréf Jóhannesar postula og Opinberunarbókina. Erindið nefnir hann: Trúarreynslan og sýn til efsta dags. Í erindi sínu mun Jón Ómar fjalla um áherslur Jóhannesarbréfanna um eðli Guðs og eftirfylgdina við Jesú Krist. Jón Ómar mun einnig fjalla um Opinberunarbókina og gildi hennar fyrir kristið fólk í dag.

Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu að hefjast 27. nóvember

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga frá 27. nóvember til 5. desember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli.

Sunnudagurinn 23. nóvember

Sunnudagaskóli og messa kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Prestur sr. Jón Ómar Gunnarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots. Allir velkomnir.

Fræðslukvöld um bréf Jakobs, Péturs og Hebreabréfið

Sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, fjallar um Bréf Jakobs, Péturs postula og Hebreabréfið ? Jakobsbréfið: Kristin trú í verki á næsta færðslukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20-22. Allir hjartanlega velkomnir að hlusta á erindið og taka þátt í umræðu um efnið.

Sunnudagurinn 16. nóvember. Barnastarf og messa kl. 11. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30

Barnastarf og messa kl. 11:00 Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmar Väljaots. Kvöldguðsþjónusta kl. 20:30 Krossbandið leiðir almennan söng. Allir velkomnir.

Fræðslukvöldum bréf Páls postula og frelsið

Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, mun fjalla um bréf Páls postula á fræðslukvöldi í Glerárkirkju nk. miðvikudag 12. nóvember kl. 20. Erindið nefnir hann: Bréf Páls postula. Galatabréfið um frelsi kristins manns. Hann mun fjalla um guðfræði Páls sem hann telur að snúist um frelsið. Það er slagorð nútímans og mun hann bera saman hugmyndir Páls við ólíkar skoðanir um frelsi.

Segðu mér söguna af Jesú - Messa og sunnudagaskóli

Fræðslukvöld um Postulasögun 5. nóvember. kl. 20

Sr. Hildur Sigurðardóttir, prestur og húsfreyja á Skinnastað, fjallar um Postulasöguna á næsta fræðslukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20. Erindið nefnir hún: Saga frumkirkjunnar og boðskapur hennar. Í október var fjallað um guðspjöllin en með þessu erindi hefst seinni hlutinn um útbreiðslu kristninnar og bréfin sem voru skrifuð til fyrstu kristnu safnaðanna.