Fréttir

Helgihald í Glerárkirkju 4. mars - Æskulýðsdaginn

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Ýrr og Pétur Björgvin, djákni, þjóna. Barna- og æskulýðskórarnir leiða söng undir stjórn Marínu Óskar auk þess sem nemendur úr Tónræktinni koma fram.  Barnastarf verður í safnaðarheimili á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu. Um kvöldið verður messa kl. 20. Sr. Arna Ýrr þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars. Allir velkomnir.

Yfir 90% íbúa í Lögmannshlíðarsókn tilheyra Þjóðkirkjunni

Við í Glerárkirkju erum íbúum innan sóknarmarka Lögmannshlíðarsóknar afskaplega þakklát því að yfir 90% þeirra velja að vera í Þjóðkirkjunni. Hlutfall Þjóðkirkjufólks í sókninni hefur aðeins breyst lítillega hin síðustu ár. Árið 2009 voru enn 91,63% íbúa (16 ára og eldri) í Þjóðkirkjunni, þann 1. desember 2011 voru það enn 90,36%. Skoða mynd nánar.

Þverstæður lífsins - upptaka frá umræðukvöldi

Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur, var með erindi um þverstæður lífsins á samræðukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 22. febrúar. Í framhaldinu ræddi hún við Ingibjörgu Svöfu Siglaugsdóttur. Voru liflegar umræður í framhaldinu af þeirra samtali. Í erindi sínu fjallaði sr. Guðrún um Centering Prayer í tengslum við trúarlegan þroska. Hér má hlusta á erindið. Næsta miðvikudag mun Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju, fjalla um Hógværð og handleiðslu og ræða við Valgerði Valgarðsdóttur, djákna, um efnið. - Sjá einnig hér.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna - samkoma í Sunnuhlíð

Föstudaginn 2.mars verða samkomur í tilefni Alþjóðlegs bænadags kvenna í samkomusal KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri og á sama tíma í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, kl. 20:00.

Lífið er yndislegt

Ég gleðst yfir jöfnu kynjahlutfalli á æskulýðsmóti. Ég gleðst yfir prestum, djáknum, æskulýðsfulltrúum, starfsfólki í mötuneyti ... En fyrst og fremst gleðst ég yfir Drottni mínum sem segir: ,,Náð mín nægir þér". Lesa pistil djákna á trú.is.

Viðtal í þættinum ,,Okkar á milli" við djákna Glerárkirkju

Pétur Halldórsson ræðir við Pétur Björgvin Þorsteinsson, formann Akureyrarakademíunnar, Evrópufræðing og djákna í Glerárkirkju. Pétur Björgvin segir frá evrópskum sjálfboðaliðum sem hafa starfað við Glerárkirkju undanfarið, námi sínu í Evrópufræðum, starfi djáknans, starfi Akureyrarakademíunnar og fleiru. Hlusta á upptöku á RÚV.

Upplýsingar til foreldra fermingarbarna

Fyrir þau ykkar sem ekki komust á kynningarfundi fyrir foreldra fermingarbarna koma hér eftirfarandi upplýsingar: Börnin þurfa að skila verkefnabók, sem samanstendur af svörum við spurningum aftast í köflunum í ,,Líf með Jesú" Þessa verkefnabók tökum við í síðasta kennslutímanum í lok mars. Þau þurfa einnig að mæta í lágmark 7 messur, ef þau hafa farið í messu í einhverri annarri kirkju en Glerárkirkju í vetur, t.d. um jólin, þá er það hið besta mál og við reiknum það inn í messufjöldann. Æfingar fyrir ferminguna verða sem hér segir: 

Myndir frá æskulýðsmóti

Nú um helgina var æskulýðsmót á Hrafnagili. Hér má sjá nokkrar myndir.

Guðleg vídd tilverunnar - upptaka frá fræðslukvöldi

Vegferð trúarinnar er yfirskrift fræðslukvölda sem nú standa yfir í Glerárkirkju. Miðvikudagskvöldið 15. febrúar flutti sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur erindi. Dagskráin heldur áfram á miðvikudagskvöldum út marsmánuð.Sjá nánar hér.

HÆNA

Fermingarbörnum sem og þeim unglingum sem taka þátt í æskulýðsstarfi Glerárkirkju býðst nú að taka þátt í Hæfileikakeppni Norður- og Austurlands sem fer fram í Akureyrarkirkju, laugardaginn 25. febrúar kl. 19:30. Þar mætast krakkar úr kirkjum af svæðinu, eiga saman skemmtilegt kvöld og sum fara heim með verðlaun!