Fréttir

Glerárkirkja Sunnudagurinn 3. september. Messa og innsetning nýs prests við Kirkjunna kl: 11:00

Sr. Jón Ármann Gíslason prófastur setur sr. Stefaníu Guðlaugu Steinsdóttur í embætti prests við Glerárkirkju. Sr. Stefanía predikar. Sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Að athöfn lokinni verða léttar veitinar í safnaðarsal Kirkjunnar. Allir velkomnir. Ath: Fyrsta hádegissamveran verður miðvikudaginn 6. september.

Myndir frá ferð fermingarbarna á Hólavatn

Verðandi fermingarbörn Glerárkirkju fóru í sínar árlegu fermingarferðir á Hólavatn í síðustu viku. Ferðirnar voru mjög vel heppnaðar, krakkarnir glaðir að hittast eftir sumarfrí og skemmtu sér vel við að kynnast prestunum fyrir fermingarfræðslu vetrarins. Einnig Sunnu djákna og Eydísi Ösp svæðisfulltrúa KFUM og KFUK sem sjá um UD Glerá unglingastarfið, að ótöldu hinu stórskemmtilega starfsfólki Hólavatns sem aðstoðar okkar alltaf í þessum ferðalögum. Okkur hlakkar mikið til vetrarins með þessum flotta hópi.

Kvöldmessa í Lögmannshlíðarkirkju.

Sunnudagur 27. ágúst verður kvöldmessa í Lögmannshlíðarkirkju kl 20:00 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Organisti Valmar Väljaots. Félagar í Kór Glerárkirkju syngja. Allir velkomnir.

Kvöldhelgistund í Glerárkirkju.

Sunnudagurinn 20. ágúst Kvöldhelgistund í Glerárkirkju. Sakramenti og fyrirbænir. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Organisti Valmar Väljaots. Allir velkomnir.

Hólavatnsferð fermingarárgangs.

Í lok sumars býður Glerárkirkja árlega ungmennum á fermingaraldri ferð á Hólavatn í Eyjafirði. Öllum 8. bekkingum er velkomið að koma með óháð því hvort þau séu að hugsa um að fermast eða ekki. Farnar verða þrjár ferðir: HÓLAVATNSFERÐ FERMINGARÁRGANGS · Glerárskóli 15. ágúst · Giljaskóli 16. ágúst · Síðuskóli 17. ágúst Skráning er á netfangið glerarkirkja@glerarkirkja.is Nánari upplýsingar gefa vígðir þjónar Glerárkirkju í síma 462-8800, Sr. Gunnlaugur: gunnlaugur@glerarkirkja.is og Sunna Kristrún djákni: sunna.kristrun@glerarkirkja.is Brottför er frá Glerárkirkju kl. 16:00 og komið er heim daginn eftir kl. 12:00. Við brottför þarf að greiða þátttökugjald, kr. 4000.-

Nýr prestur við Glerárkirkju.

Nýr prestur var kjörinn við Glerárkirkju í júlí síðastliðnum. Sú sem varð fyrir valinu er Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, sem nýlega lauk mag. theol. prófi frá Háskóla Íslands. Hún er Eyfirðingur að ætt og uppruna og hefur undanfarið starfað sem æskulýðsfulltrúi í Neskirkju í Reykjavík. Stefanía er 37 ára gömul, eiginkona hennar er Hrafnhildur Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og djákni. Stefanía kemur í stað sr. Jóns Ómars Gunnarssonar sem kjörinn var til embættis í Fella- og Hólakirkju í vor. Hún verður vígð til prestsembættis í Hóladómkirkju á Hólahátíð þann 13. ágúst næstkomandi kl. 14.00. Óskum við henni Guðs blessunar í störfum sínum.