28.07.2010
Nú í haust tekur Glerárkirkja í fyrsta sinn þátt í samstarfi við skrifstofu í Belgíu sem sér um verkefni sem styrkt er af
ríkisstjórn Belgíu. Hér er um Bureau International Jeunesse að ræða, skammstafað BIJ og má fræðast nánar um starfsemina á
vefsíðu þeirra http://www.lebij.be/. BIJ styrkir unga stúlku sem heitir Jessica Devergnies til þess að dvelja
á Íslandi í þrjá mánuði í haust og taka þátt í starfsnámi í Glerárkirkju og Síðuskóla.
Hér á eftir fer stutt kynning frá Jessicu, lausleg þýðing yfir á íslensku er neðanmáls.
Halló!
My name is Jessica Devergnies and I am 24 years old. I come from Belgium and I am a translator and a teacher. I will be volunteering at Glerárkirkja and at Síðuskóli from the
15th of September until the 15th of Deceomber 2010. I received a grant from the BIJ (Bureau International Jeunesse) to go to Iceland and study Icelandic while working as a volunteer.
The BIJ was created by the Commissariat Général de la Culture of the French speaking community of Belgium to implement and manage youth exchange programmes. The BIJ offers
opportunities in more than 70 countries for young people from Wallona and Brussels. The programme that I am taking part in is called "Tremplin Jeunesse" and is for young people (18 - 35 years old)
interested in living abroad and improving their knowledge of languages through doing a volunteer work and/or practicing their skills to gain new experiences.
I already went to Iceland last summer to participate in a workcamp in Neskaupsstaður, and I am repeating the experience this summer too, this time in Viðey and the Bláfjöll
mountains. I like Iceland and I am very interested in its language, its culture, its nature, its people. I would like to discover more about that amazing country, and I am sure that I will learn a
lot during these 3 months in Akureyri. I will be living with an Icelandic host during my stay, so that I will have the opportunity to speak Icelandic at home too.
Kveðjur
Jessica.
Íslensk þýðing:
Halló!
Ég heiti Jessica Devergnies og er 24 ára gömul. Ég er frá Belgíu og er menntuð sem þýðandi og kennari. Ég verð
sjálfboðaliði í Glerárkirkju og Síðuskóla frá 15. september til 15. desember 2010. Ég fékk styrk frá BIJ (skrifstofu fyrir
alþjóðleg ungmennaskipti) til að fara til Íslands og læra íslensku á meðan ég starfa sem sjálfboðaliði.
Að baki stofnunar BIJ stóðu annars vegar sú stofnun sem fer með alþjóðatengsl (Commissariat Général aux Relations Internationales) og hins
vegar það ráðuneyti sem fer með menningarmál frönskumælandi samfélagsins í Belgíu (Direction Générale de la Culture).
Markmið BIJ er að koma á fót og standa fyrir ungmennaskiptaverkefnum. Í dag er BIJ með verkefni í 70 löndum fyrir þátttakendur frá
Wallona og Brussel. Verkefnið sem ég fæ styrk frá ber yfirskriftina ,,Tremplin Jeunes" eða ungt fólk á faraldsfæti en það er ætlað
ungu fólki (18 til 35 ára) sem hefur áhuga á að búa erlendis og auka þekkingu sína á tungumálum í gegnum
þátttöku í sjálfboðnu starfi og/eða starfsnámi sem gefur þeim möguleika á að safna reynslu.
Ég hef þegar komið til Íslands. Síðasta sumar tók ég þátt í vinnubúðum í Neskaupsstað og ég
ætla að endurtaka þann leik í sumar með þátttöku minni í vinnubúðum í Viðey og Bláfjöllum. Ég er mjög
hrifin af Íslandi og hef mikinn áhuga á tungumálinu, menningunni, náttúrunni og fólkinu. Mig langar til að uppgötva meira um þetta
hrífandi land og ég er viss um að ég mun læra mikið þessa þrjá mánuði á Akureyri. Ég mun búa hjá
íslenskri fjölskyldu þennan tíma og hef því tækifæri til að tala íslensku heima líka.
Kveðjur
Jessica
21.07.2010
Um árabil hafa Glerárkirkja og KFUM og KFUK á Akureyri átt í mjög góðu samstarfi við æskulýðsstarf kirkjunnar í
Reutlingen í Þýskalandi, en þau voru meðal annars samstarfsaðili Glerárkirkju í ungmennaskiptaverkefninu ,,We're Human, right?"
síðastliðið vor (sjá hópmynd). Þessi samtök, Evangelisches Jugendwerk, Bezirk Reutlingen
(skammstafað EJR) stóðu einnig fyrir því að senda vinnuhóp á Hólavatn til að hjálpa við að reisa leiktæki þar
á lóðinni og hafa sent fjölda sjálfboðaliða til starfa í æskulýðsstarfi Glerárkirkju, meðal annars þær Yvonne og Jule svo dæmi séu nefnd. Næsti sjálfboðaliði frá þeim er svo hún
Maike.
En nú gefst íslenskum ungmennum á aldrinum 18 til 27 ára tækifæri til þess að gerast sjálfboðaliðar hjá þessum
samstarfssamtökum okkar. Nákvæma lýsingu á verkefninu má lesa
á vef ungmennaáætlunar Evrópusambandsins, en hér á eftir fer útdráttur á íslensku með skýringum og
viðbætum.
EJR eru frjáls félagasamtök sem starfa á vettvangi evangelísku kirkjunnar í prófastsdæminu Reutlingen í nágrenni Stuttgart.
Þessi félagasamtök hafa í gegnum sérstakan samning við prófastsdæmið ýmsum skyldum að gegna varðandi barna- og unglingastarf
í söfnuðunum í prófastsdæminu, en samtökin standa líka fyrir ýmsum viðburðum og ferðum, ýmist ein sér eða í
samstarfi við félög og skóla svo dæmi séu nefnd.
Skrifstofa samtakanna og miðpunktur daglegrar vinnu þeirra er í Brenzstrasse í Reutlingen. Skrifstofan er íslensku krökkunum sem tóku
þátt í ungmennaskiptaverkefni Glerárkirkju og EJR nýverið að góðu kunn, en stór hluti dagskrárinnar fór fram þar
(þetta er semsagt meira en ,,bara" skrifstofa).
Í starfi sínu leggur liðsfólk EJR áherslu á trúna. Í stefnumótun þeirra segir í lauslegri þýðing:
,,Við trúum fyrirheitum guðspjallanna og hvetjum ungt fólk til að skapa lífi sínu umgjörð sem byggir á traustinu til Jesú Krists.
Hlutverk okkar er að þróa form og innihald sem gerir kleift að lifa trúnni í daglegu lífi.
Í starfi sínu leggur liðsfólk EJR áherslu á að allir eru velkomnir. Í stefnumótun þeirra segir í lauslegri
þýðingu: ,,Öll vinna okkar byggir á þeirri fullvissu að Guð elskar og umvefur hvern einstakling. Því er viðmót okkar allt
það sama í garð stúlkna og drengja, barna, unglinga og ungs fólks eins og þau koma okkur fyrir sjónir með því sem þau hafa fram
að færa og því sem takmarkar þau, óháð uppruna þeirra og trú."
Í starfi sínu leggur liðsfólk EJR áherslu á að taka ungu manneskjuna alvarlega. Í stefnumótun þeirra segir í lauslegri
þýðingu: ,,Við komum orðum að aðstæðum unga einstaklingsins. Við hlustum á tjáningu unga fólksins um tökum þrár,
þarfir og spurningar alvarlega. Við erum samfylgdarfólk í leit þeirra að gildum og markmiðum lífsins."
Í starfi sínu leggur liðsfólk EJR áherslu á að unga fólkið sé virkt. Í stefnumótun þeirra segir í lauslegri
þýðingu: ,,Hlutverk okkar er að gera kirkjuna áhugaverða fyrir ungt fólk og við leggjum okkur fram við að gefa ungu fólki
tækifæri til að taka virkan þátt í því að gera kirkjuna áhugaverða og koma breytingum áleiðis. Hlutverk okkar er að
skapa rými þar sem hin unga manneskja getur frjáls skapað í samræmi við eigin hæfileika og styrkleika.
Fleira kemur fram í þessari stefnumótun, meðal annars að í gegnum starfið vill liðsfólk EJR einnig bæta eigin kunnáttu, þ.e.
læra af því sem vel gengur og af mistökum, auka samvinnu og hveta til sjálfboðins starfs og ábyrgðar ungs fólks.
Hér er á ferðinni áhugavert tækifæri sem um er að gera að kynna sér. Sjálfboðaliðinn mun taka þátt í
fjölbreyttu starfi samtakanna, fara á þýskunámskeið, hafa mentor sér við hlið sem og takast á við hinn evrópska veruleika eins og
hann birtist Íslendingnum 2.500 kílómetrum sunnan við Ísland.
Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin í síma 864 8451, eða á netfangið petur (hjá) glerarkirkja.is
-----
Evrópu Unga Fólksins verkefnin er fjármögnuð með styrk frá framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem hér koma fram lýsa aðeins viðhorfum höfundar, Péturs Björgvins Þorsteinssonar.
Framkvæmdastjórnin tekur ekki ábyrgð á hvernig upplýsingar sem hér er að finna eru notaðar.
21.07.2010
Á hverju hausti koma ungmenni erlendis frá til starfa sem sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfi Glerárkirkju. Eitt þessara ungmenna sem
koma hingað í haust er Maike Schäfer, en hún er styrkt af Evrópu Unga Fólksins. Hér á eftir má finna
stutta kynningu sem hún sendi okkur (íslensk þýðing neðanmáls):
Hello.
My name is Maike Schäfer and I am still 19 years old. I am from Germany and I will be one of the new volunteers in Glerarkirkja from September 2010 until June 2011. I am very happy that I can
come to Iceland and I am very curious about the new people, language, landscape and the work I will have to do.
In my hometown I am already working at the youth work of the parish and I like to be together with children and young people.
My sending organisation is the Evangelisches Jugendwerk, Bezirk Reutlingen. They do church based youth work within parishes, organizations and groups.
Their emphasis is to welcome every girl and boy, kids, youngsters and young people and through various group meetings, workshops, tours, concerts and services they try to listen to them with their
hopes, needs and questions. Since this year the Evangelisches Jugendwerk, Bezirk Reutlingen is also a host organization.
I hope that the time in Iceland will be an unforgettable, wonderful and great one!
Greetings Maike
Íslensk þýðing:
Halló.
Ég heiti Maike Schäfer og ég er enn nítján ára gömul. Ég er frá Þýskalandi og verð ein af nýju
sjálfboðaliðunum í Glerárkirkju frá september 2010 fram í júní 2011. Ég gleðst mikið yfir því að geta
komið til Íslands og ég er mjög forvitin í garð nýja fólksins, tungumálsins, landslagsins og vinnunnar sem ég mun sinna.
Ég tek virkan þátt í æskulýðsstarfinu í söfnuðinum í heimabæ mínum og mér þykir mjög gaman að
vera með börnum og ungu fólki.
Sendisamtökin mín eru Evangelisches Jugendwerk, Bezirk Reutlingen. Þessi samtök sinna kirkjulegu æskulýðsstarfi í söfnuðum og með
samtökum og hópum. Hver einasta stúlka og drengur, krakkar, unglingar, ungt fólk er velkomin í þetta starf þar sem markmiðið er að þau
upplifi að hlustað er á vonir, þarfir og spurningar þeirra. Starfið fer fram í formi hópastarfs, námskeiða, ferðalaga, tónleika og
helgihalds. Nýverið urðu Evangelisches Jugendwerk, Bezirk Reutlingen einnig móttökusamtök.
Það er von mín að tími minn á Íslandi verði ógleymanlegur, yndislegur og frábær.
Kveðjur, Maike.
Evrópu Unga Fólksins verkefnin er fjármögnuð með styrk frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem
hér koma fram lýsa aðeins viðhorfum höfunda. Framkvæmdastjórnin tekur ekki ábyrgð á hvernig upplýsingar sem hér er að finna
eru notaðar.
14.07.2010
Félagar úr æskulýðsfélaginu Glerbroti stefna á þátttöku í Hólahátíð sem haldin verður 13. til 15.
ágúst næstkomandi, en hátíðin er að þessu sinni tileinkuð unga fólkinu og er yfirskriftin ,,Unga kirkjan" - sjá nánar í frétt á vef
Eyjafjarðarprófastsdæmis.
08.07.2010
Mikill hátíðarblær var yfir dagskrá sem fram fór í Glerárkirkju síðastliðinn laugardag, 3. júlí en þar
hittust sjómenn sem áttu það sameiginlegt að hafa sótt sjóinn á síðutogurunum frá Akureyri. Á mbl.is má lesa
skemmtilega frétt um þennan viðburð undir yfirskriftinni ,,Endurfundir
togarajaxla".
08.07.2010
Um árabil hefur æskulýðsstarf Glerárkirkju notið styrkja frá Evrópu Unga Fólksins og meðal annars hafa þessir styrkir falið
í sér stuðning við sjálfboðið starf ungmenna erlendis frá sem hafa sinnt ýmsum verkefnum í æskulýðsstarfinu sem og í
nærliggjandi leikskólum. Í byrjun júlí hélt einn sjálfboðaliðinn heim að lokinni tíu mánaða dvöl og annar
sjálfboðaliði mun halda heim í ágúst. Hér fyrir neðan gefa þær Jule Dörr og Yvonne Kodela lesendum glerarkirkja.is innlit í
hlutverk sitt sem sjálfboðaliðar og velta vöngum yfir því sem gekk vel og því sem hefði mátt fara betur.
Hæ hæ,
we are the volunteers here in Glerárkirkja.
My name is Jule (til hægri á myndinni) and my stay here lasts from September until June, so I will have been here ten month like the most volunteers in this project do. And I am Yvonne
(til vinstri á myndinni), I am here since February until August, which means six months.
The European Union has a program called "Youth for Europe". This offers different kinds of activities
for intercultural work with youth, for example the European Voluntary Service, this is what we are doing. It makes it possible to live for some weeks (short term service) or months (long term
service) in another country with finical support from the EU. We got an accommodation, food money, language courses, trainings and even pocket money. In opposite to a normal worker we work just six
hours per day so we have time to learn about the country and the language and write our youth pass. This document describes what we have learned in our volunteer service and may help us in our future
to apply for a job.
Glerárkirkja is our host organization but that doesn`t mean we are just working there. Half of our working time we spend in a Kindergarten (Krógaból and Sunnuból). In
the afternoons we are mostly in the church: We took care of the confirmation kids and led together with some Icelanders youth groups like Kirkjuskóli, TTT and Glerbrot. We also participated in
the youth choir. When some of those groups made an excursion we always went with them and helped.
Besides we help with some special kind of activities like a program for the International Day against Racism in Glerártorg or a youth exchange between Iceland and Germany. There we are part of
the preparation team and organize and lead some parts of the program on ourselves.
In general we like our work but of course there are also some difficulties.
At the beginning it seemed to be hard for our colleges to keep in mind that we didn´t understand them and that they had to tell us some things separately because we didn`t understand their
timetables or conversations.
But then later when we had some practice in Icelandic it would be great to continue practicing by speaking with people. So the people around us need to respond to us and figure out when it is
necessary to speak English and when not. This is not as difficult as it sounds because they can just ask us or speak to us in one language and see how we react.
Because of the language barrier it is difficult to make connections to the youth of the youth groups. And of course the kids speak more with the Icelandic leaders because it is much easier for them.
In the beginning it was great that there were some experienced Icelandic leaders who led mostly and we could more or less just watch and get to know the groups.
But then we would have liked to be more integrated in the team. It would have been great to lead more parts on our own although it would have been probably be more difficult. Because in that way the
kids would have had the possibility to get to know us (and we them) and we would have been able to learn how to express ourselves in a way that they could understand us.
In September two new volunteers will arrive. We hope they will feel welcome and can profit from the experience our colleges probably have now by working with foreigners. We also would like to wish
them a great time here as well and hope that the team work will get better and better.
Yours Jule and Yvonne
ATHS:
Evrópu Unga Fólksins verkefnin er fjármögnuð með styrk frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem
hér koma fram lýsa aðeins viðhorfum höfunda. Framkvæmdastjórnin tekur ekki ábyrgð á hvernig upplýsingar sem hér er að finna
eru notaðar.