Fréttir

Fermingarfræðsla 2016-2017 að hefjast!

Fermingarundirbúningurinn í Glerárkirkju er nú framundan og verður hann að mestu með sama hætti og verið hefur undanfarin ár. Upplýsingafundir verða í kirkjunni eftirfarandi daga kl. 17: 5. september (Giljaskóli), 6. september (Síðuskóli) og 7. september (Glerárskóli).

Helgistund í kapellunni 28. ágúst kl. 20.

Sunnudagurinn 14. ágúst verður helgistund kl. 20. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Valmar Väljaots leiðir söng. Allir vekomnir!

Kvöldmessa í Lögmannshlíðarkirkju

Sunnudaginn 21. ágúst verður kvöldmessa í Lögmannshlíðarkirkju kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, organisti Valmar Väljaots og félagar úr Kór Glerárkirkju syngja.

Æskulýðsferð á Hólavatn

Í lok sumars býður Glerárkirkju ungmennum á fermingaraldri skemmtiferð á Hólavatn í Eyjafirði. Þar reka KFUM og KFUK sumarbúðir og höfum við fengið staðinn lánaðan fyrir ferðina og mun starfsfólk KFUM og KFUK aðstoða okkur.

Helgistund í kapellunni 14. ágúst kl. 20.

Sunnudagurinn 14. ágúst verður helgistund kl. 20. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Valmar Väljaots leiðir söng. Allir vekomnir!

Sunnudagurinn 7. ágúst.

Marína Ósk syngur og leiðir söng. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. fyrirbænir. Allir velkomnir.