31.03.2009
Sunnudagurinn 5. apríl er Pálmasunnudagur. Þann dag minnist kristin kirkja innreiðar Drottins í Jerúsalem. Þann dag eru tvær messur í
Glerárkirkju og er fólk hvatt til að fjölmenna í kirkjuna á þessum hátíðisdegi. Klukkan ellefu er barnastarf og messa. Sameiginlegt upphaf
er í kirkju áður en börnin ganga yfir í safnaðarsalinn. Prestur er sr. Gunnlaugur Garðarsson. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða
almennan messusöng. Organisti er Hjörtur Steinbergsson. Að messu lokinni er foreldrum væntanlegra fermingarbarna boðið í
spjall.
Kvöldguðsþjónusta með léttri tónlist verður svo í kirkjunni kl. 20:30. Þar mun sr. Gunnlaugur Garðarsson þjóna og
Krossbandið sjá um tónlistina. Að guðsþjónustu lokinni er foreldrum væntanlegra fermingarbarna boðið í
spjall.
27.03.2009
Nú stendur yfir í Glerárkirkju sýningin ,,Við [og] krossinn" en þar hefur verið stillt upp [hug]mynd af frásögn Biblíunnar um
síðustu daga Jesú Krists. Það eru starfsnemar frá Þýskalandi, Maria Rehm og Anja Lindner, sem sáu um uppstillinguna undir stjórn
Péturs Björgvins djákna, en biblíubrúðurnar fékk kirkjan að láni hjá Reginu B. Þorsteinsson, hjúkrunarfræðingi og
viðurkenndum leiðbeinenda í Biblíubrúðugerð. Sýningin mun standa fram yfir páska.
Fleiri myndir má sjá á Flickr-vef Péturs Björgvins.
25.03.2009
Á samveru eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 26. mars kl. 15:00 mun Edda Björgvinsdóttir leikkona fjalla um jákvæðni, húmor og
hlýlegt viðmót. Allir eru velkomnir á samveru eldri borgara í Glerárkirkju en hún hefst að vanda með helgistund. Helgistundin verður að
þessu sinni í umsjón sr. Gunnlaugs Garðarssonar sóknarprests. Kaffiveitingar á vægu verði.
13.03.2009
Þemadögum fermingarbarna í Glerárkirkju sem hafa staðið yfir í vikunni lýkur í dag en þar hefur fermingarbörnum gefist
tækifæri til að kynnast díakoníunni og kirkjunni á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt með þátttöku í dagskrá sem
hefur yfirskriftina ,,Yes, we can”.
Lesa áfram á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.
13.03.2009
Fjölskylduguðsþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 15. mars kl. 13:00. Þar mun Drengjakór Glerárkirkju koma fram undir stjórn
Valmars Väljaots, fermingarbörn úr Glerárskóla munu flytja stuttan leikþátt, nemendur úr Tónlistarskóla Akureyrar flytja
tónlist og kirkjugestum gefinn kostur á að kynnast afrakstri þemaviku fermingarbarna sem stóð yfir í vikunni. Sá hluti
guðsþjónustunnar verður í umsjón Maríu Rehm, Önnu Lindner, Susanne Seitz og Katharinu Zwerger. Þeim til aðstoðar verður Sesselja
Sigurðardóttir. Prestur í athöfninni er Arnaldur Bárðarson. Allir hjartanlega velkomnir.
03.03.2009
Fimmtudagur 5. marsForeldramorgunn kl. 10.00.
Sunnudagur 8. marsBarnastarf og messa kl. 11.00. Ath. Sameiginlegt upphaf.
Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng.
Organisti er Hjörtur Steinbergsson.
Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar.
Kvöldguðsþjónusta með léttri tónlist kl. 20:30.
Krossbandið leiðir tónlist.
Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar.
Miðvikudagur 11. marsHádegissamvera kl. 12.00. Sakramenti og fyrirbæn.
Léttur hádegisverður í safnaðarsal að stund lokinni.
ath. fræðslukvöld verður í Kirkjunni kl. 20.00
02.03.2009
Glerárkirkja í samstarfi við KFUM og KFUK á Akureyri stendur fyrir hópferð á söngleikinn Hero laugardaginn 17. mars næstkomandi.
01.03.2009
Mánudagsmorguninn 2. mars er að vanda opið hús og upplýsingar í Glerárkirkju fyrir fólk í atvinnuleit. Húsið opnar klukkan
níu og setið er og spjallað í rúma klukkustund. Þennan dag er sérstaklega leitað eftir hugmyndum um efni sem þátttakendur vildu fá
upplýsingar um á næstu mánudagsmorgnum en auk þess verður verkefnið Samlist kynnt.