Fréttir

Kvöldmessa í Glerárkirkju

Kvöldmessa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 1 september kl: 20:30 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots.

Hólavatnsferð í boði fyrir öll börn í sókninni fædd árið 2000

Í fyrra tókum við upp á nýbreytni að bjóða væntanlegum fermingarbörnum upp á sólarhringsdvöl á Hólavatni, sem eru sumarbúðir KFUM og K í Eyjafirði. Þetta mæltist vel fyrir og í ár ætlum við að endurtaka leikinn. Öll börn sem fædd eru árið 2000 og búa í sókninni (eða hyggja á að sækja fermingarfræðslu í Glerárkirkju) eru velkomin með.

Guðþjónusta í Lögmannshlíðarkirkju

Guðþjónusta verður í Lögmannshlíðarkirkju sunnudaginn 25 ágúst kl: 20:30 Prestur Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kór Lögmannshlíðarsóknar leiðir söng

Um þögnina og ljósið - Messa í Glerárkirkju sunnudaginn 11. ágúst kl. 20:30

Í kvöldmessunni verður fjallað um þögnina og ljósið, um hreingerningar í samfélaginu og hreingerningar í sálinni. Sr.Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Allir velkomnir.

Fulltrúar Glerárkirkju á Evrópuhátíð KFUM

Rúmlega 100 íslensk ungmenni taka nú þátt í Evrópuhátíð KFUM í Prag í Tékklandi. Þar á meðal er hópur frá sameiginlegu æskulýðsstarfi Glerárkirkju og KFUM og K í Sunnuhlíð.

Opin samverustund í Glerárkirkju vegna flugslyss í Hlíðarfjalli

Samverustund verður miðvikudagskvöldið 7. ágúst kl. 20. í Glerárkirkju v. flugslyss í Hlíðarfjalli. Allir eru velkomnir.

Taka þátt í Evrópuhátíð KFUM í Prag

Veturinn 2012 til 2013 var Glerárkirkja í samstarfi um unglingastarf við KFUM og KFUK á Akureyri - UD Glerá. Afrakstur þess samstarfs er meðal annars sá að þessa dagana er tæplega 20 manna hópur staddur í Prag í Tékklandi þar sem þau taka þátt í Evrópuhátíð KFUM. Fararstjóri hópsins frá Akureyri er Jóhann H. Þorsteinsson, sviðsstjóri á æskulýðssviði KFUM og KFUK á Íslandi. Ferðin til Prag gekk vel og í dag hafði hópurinn tíma til að kynna sér borgina áður en dagskráin hefst af fullum krafti á morgun, sunnudag. Hópurinn er svo væntanlegur til Akureyrar aftur mánudagsmorguninn 12. ágúst.