Fréttir

Laugardagurinn 31. maí Fermingarmessa kl. 13:30

Fermingarmessa verður í Glerárkirkju laugardaginn 31. maí kl. 13.30 Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar ásamt Ragnheiði Sverrisdóttur, djákna. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

Fimmtudagurinn 29. maí. Uppstigningardagur. Dagur aldraða. Messa kl. 14

Karlakór Akureyrar-Geysir syngur undir sjórn Hjörleifs Arnars Jónssonar. Organisti Valmar Väljaots. Sr. Haukur Ágústsson prédikar. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Eldriborgarar séstaklega boðnir velkomnir. Kaffiveitingar að messu lokinni.

Síðasta miðvikudagsmessan 28. maí

Á hverju miðvikudegi í vetur hefur um 20 manna hópur komið saman í Glerárkirkju. Þó helgihaldið byrji ekki fyrr en kl. 12 eru margir komnir snemma til að fá sér molasopa og spjall. Í kirkjunni eru fyrirbænir, altarissakramenti og söngur. Á eftir er súpa, brauð og ávextir og stundum terta. Á morgun er síðasta messa vetrarins og allir velkomnir eins og ævinlega.

Fermingarmessa í Lögmannshlíðarkirkju sunnudaginn 25. maí kl. 14.00

Fermingarmessa verður í Lögmannshlíðarkirkju sunnudaginn 25. maí kl. 14.00 Prestur: Sr Gunnlaugur Garðarsson. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

Messa í Glerárkirkju sunnudaginn 18. maí kl 11

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 18. maí kl. 11.00 Prestur sr. Gunnlaugur Garðarsson. Félagar úr Kór eldirborgara syngja og leiða söng.

Aðalfundur Kórs Glerárkirkju 22 maí kl. 20.00

Aðalfundur Kórs Glerárkirkju 22.maí 2014 kl. 20.00 Dagskrá 1. Fundur settur 2. Kosning fundarstjóra og ritara 3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin 4. Skýrsla formanns 5. Skýrsla gjaldkera, ársreikningar lagðir fram. 6. Kosning stjórnar og varamanna 7. Kosning raddstjóra, nótnavarða og skoðunarmanna reikninga 8. Kaffihlé 9. Önnur mál.

Tvö embætti auglýst laus við Glerárkirkju

Miklar breytingar eru framundan í Glerárkirkju en sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur sagt starfi sínu lausu vegna fjölskylduaðstæðna og ráðningartími Ragnheiðar Sverrisdóttur djákna rennur út 31.maí. Nú hafa báðar þessar stöður verið auglýstar. Sjá auglýsingar á kirkjan.is.

Mótorhjólamessa sunnudaginn 11. maí kl. 20

Jokka og Hermann Arason sjá um tónlistina. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Sýning á krossfestingarmyndum Ólafs Sveinssonar sem tengjast á sérstakan hátt heimi mótorhjólanna er í fordyri kirkjunnar,

Fjölskylduguðsþjónusta og vorhátíð verður í Glerárkirkju sunnudaginn 11. maí kl. 11

Vorhátíð kirkjunnar kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta, skemmtun og veitingar. Barna og æskulýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Dagnýar Höllu Björnsdóttur; einsöngur Bjarklind Ásta; Skólakór Giljaskóla og Barnakór Giljaskóla syngja undir stjórn Ástu Magnúsdóttur.Trúðar. Sr. Arna Ýrr og Ragnheiður annast helgihaldið. Töframaðurinn Hermann Helenuson sýnir listir sínar.