Fréttir

Helfararinnar minnst

27. janúar er alþjóðlegur minningardagur helfararinnar. En það var árið 2005 sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tók þá ákvörðun, 60 árum eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk. Í tilefni dagsins skrifar Pétur Björgvin djákni pistil á trú.is.

Samverur eldri borgara í Glerárkirkju

Glerárkirkja býður eldri borgara sérstaklega velkomna á síðdegissamverur sem haldnar eru reglulega í safnaðarsal kirkjunnar. Þær eru í umsjón prests eða djákna og organista. Oftar en ekki eru fengnir góðir gestir til þess að líta inn, segja sögur sínar eða flytja tónlist. Á vorönn 2010 verða þessar samverur sem hér segir: Fimmtudagur 28. janúar kl. 15:00 Fimmtudagur 18. febrúar kl. 15:00 Fimmtudagur 18. mars kl. 15:00 Fimmtudagur 15. apríl kl. 15:00 Dagur eldri borgara verður svo haldinn hátíðlegur í Glerárkirkju á uppstigningardegi, 13. maí með guðsþjónustu kl. 14:00. Kaffi og meðlæti að guðsþjónustu lokinni verður í umsjón Kvenfélagsins Baldursbrár.

TTT klúbburinn

TTT er klúbbastarf fyrir tíu til tólf ára krakka (fimmti til sjöundi bekkur). Starfið fer fram á neðri hæð Glerárkirkju alla þriðjudaga frá klukkan fimm til klukkan sex. Þar er fræðst um biblíuna, farið í leiki, föndrað, spjallað, hlegið, leikin leikrit og margt fleira til gamans gert. Þá fer hópurinn saman í helgarferð fyrir páska (1.500 kr. ferðakostnaður). Athugið að þátttaka er að öðru leyti ókeypis, öll börn velkomin og foreldrum velkomið að taka þátt í starfinu eftir því sem þau hafa tök á. Nánari upplýsingar gefur Gréta í síma 462 1340.

Fyrirætlanir til heilla

Æskulýðsfélagið Glerbrot er eitt þeirra æskulýðsfélaga sem stefnir á þátttöku í æskulýðsmóti í Stjórutjarnaskóla dagana 29. til 31. maí næstkomandi. Nánar má fræðast um mótið á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.