Fréttir

Friðarloginn

Þessi saga hefst í byrjun desembermánaðar 1986. Nokkrir skátar leggja leið sína frá Austurríki til Betlehem. Á bak við ferðina standa austurríska útvarpið og skátahreyfingin þar í landi. Þetta er friðarför.

Ást fyrir lífið

Út er komin hjá bókaútgáfunni Tindur bókin Ást fyrir lífið í íslenskri þýðingu Péturs Björgvins djákna í Glerárkirkju. Hún er ætluð fólki sem vill leggja í sjálfnám og vinnu við eigið hjónaband. Sjá kynningu á vef bókaútgáfunnar.

Fjölskylduguðsþjónusta 1. sunnudag í aðventu

Á sunnudaginn kemur hefst aðventan. Í Glerárkirkju fögnum við upphafi hennar með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Þar verður kveikt á 1. kerti aðventukransins og sungnir aðventusálmar. Barna- og æskulýðskórar kirkjunnar leiða sönginn. Einnig fáum við að heyra börn úr 2. bekk Síðuskóla flytja nokkur lög á blokkflautur. Prestur er Arna Ýrr Sigurðardóttir. Sunnudagaskólinn fyrir yngri börn er á sama tíma með sameiginlegu upphafi. Allir eru velkomnir.

Samskipti sem leiða til skilnings

Í pistli dagsins á trú.is skrifar Pétur Björgvin djákni um samskipti og nauðsynlega forsendu samskipta: Það að við skiljum hvort annað og þau hugtök sem við notum. Lesa pistil á trú.is.

Gerðust sjálfboðaliðar í Austurríki

Um fimm ára skeið hafa starfað erlendir sjálfboðaliðar í Glerárkirkju, en Glerárkirkja fékk vottun sem viðurkennd móttökusamtök árið 2005. Frá því á síðasta ári er Glerárkirkja einnig viðurkennd sendisamtök. Sjá frétt á vef prófastsdæmisins.

Þjóðarskútan

,,Ég óska mér þess að við séum fús að læra af reynslu forfeðra, nágranna og samferðafólks, hlusta á hvort annað ..." skrifar Pétur Björgvin djákni meðal annars í pistli dagsins á trú.is.

Síðasta umræðukvöldið

Síðustu mánudagskvöld hefur verið boðið upp á umræðukvöld um stefnumál kirkjunnar í Glerárkirkju. Næstkomandi mánudagskvöld er síðasta umræðukvöldið að sinni en þar munu fulltrúar kjördæmisins á Kirkjuþingi segja frá helstu niðurstöðum af  þinginu.

Fundir með foreldrum fermingarbarna

Prestar kirkjunnar hafa boðað foreldra fermingarbarna til funda í safnaðarheimili kirkjunnar sunnudagskvöldin 21. og 28. nóvember.

Ljósmyndasýning í Glerárkirkju

Þessa dagana stendur yfir ljósmyndasýning í Glerárkirkju á 20 myndum eftir Kristjönu Agnarsdóttur áhugaljósmyndara. Myndirnar eru úr ýmsum áttum en margar þeirra eru teknar í kirkjugörðum eða innihalda trúartákn. Sýningarskrá liggur frammi í anddyri kirkjunnar.

Traust

Í pistli dagsins á trú.is skrifar Pétur Björgvin djákni um traust: Þarna var Jesús mættur, holdi klæddur og snæddi með þeim morgunverð. ... Lesa pistil á trú.is.