Fréttir

Jólatónleikar kl. 16:00 þann 12. desember

Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju verða sunnudaginn 12. desember kl. 16:00. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og er hún hugsuð fyrir fólk á öllum aldri. Þar er að finna lög og sálma sem er gott að hlusta á og einnig slík sem gott er að syngja með. Sérstakir gestir á tónleikunum verða hinir þjóðþekktu Hvanndalsbræður.

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Þessa dagana stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni skrifar Pétur Björgvin djákni í Glerárkirkju pistil á trú.is sem nefnist Jörðin er flöt, en þar segir hann meðal annars: Ég vil reyna að brjótast upp úr því djúpa hjólfari sem karlremba árþúsundanna situr enn föst í. Þó þykir mér sem það gangi hægt – það að koma sjálfum mér upp úr þessu hjólfari. Lesa pistil á trú.is

Aðventukvöld Glerárkirkju þann 5. desember

Aðventukvöld verður haldið í Glerárkirkju sunnudagskvöldið 5. desember og hefst það kl. 20:30. Gestur kvöldsins og ræðumaður er Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum. Kór Glerárkirkju, ásamt Æskulýðskór Glerárkirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Ljósaathöfn fermingarbarna í lok stundarinnar.

Friðarloginn

Þessi saga hefst í byrjun desembermánaðar 1986. Nokkrir skátar leggja leið sína frá Austurríki til Betlehem. Á bak við ferðina standa austurríska útvarpið og skátahreyfingin þar í landi. Þetta er friðarför.