Fréttir

Hádegissamveran í dag verður með öðru sniði

Í dag verður hádegissamveran í Glerárkirkju með öðru sniði en venjulega vegna útfarar. Kyrrðar- og fyrirbænastundin verður í kapellunni kl. 12, og að henni lokinni verður einungis boðið upp á kaffisopa í kennslustofunni. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér.

Þjóðkirkjan safnar fyrir línuhraðli

Á prestastefnu sem lauk í gær kynnti biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, landssöfnun þjóðkirkjunnar fyrir nýjum línuhraðli sem notaður er í meðferð krabbameinsveikra á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Æfingar fyrir fermingar helgarinnar

Minnum á æfingar fyrir fermingarathafnir helgarinnar. Þau sem eiga að fermast laugardaginn 13. apríl eiga að mæta á æfingu föstudaginn. 12 apríl kl. 16. Þau sem eiga að fermast sunnudaginn 14. apríl eiga að mæta á æfingu föstudaginn 12. apríl kl. 17. Æfingin tekur u.þ.b. klukkustund og mikilvægt að öll fermingarbörn mæti.

Samvera fyrir eldri borgara fimmtudaginn 11. apríl kl. 15

Á morgun fimmtudaginn 11 apríl, verður samvera fyrir eldri borgara í Glerárkirkju. Gestur samverunnar verður Kristín Aðalsteinsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún mun fjalla um endurminningar frá liðinni tíð og svo syngjum við inn vorið! Allir eru velkomnir. Rútuferð frá Lindarsíðu með viðkomu í Lögmannshlíð 14:45.

Okkar eigin Steubenville - Pistill eftir sr. Sigríði Guðmarsdóttur

Þessi pistill birtist á vef sr. Sigríðar og síðan á tru.is, sem viðbrögð við umræðunni um atburðina á Húsavík þegar ungri stúlku var nauðgað þar árið 1999 og eftirmála þess. Eins og oft hittir sr. Sigríður naglann á höfuðið. Hún segir m.a:

Æfingar fyrir fermingar

Minnum á æfingar fyrir fermingarathafnir helgarinnar. Þau sem eiga að fermast laugardaginn 6. apríl eiga að mæta á æfingu fimmtudaginn 4. apríl kl. 16. Þau sem eiga að fermast sunnudaginn 7. apríl eiga að mæta á æfingu föstudaginn 5. apríl kl. 16. Æfingin tekur u.þ.b. klukkustund og mikilvægt að öll fermingarbörn mæti.

Svona hefur heimskort kristninnar breyst

Þriðja hvert mannsbarn er kristinnar trúar, en trúin hefur flust suður á bóginn. Þetta er m.a. það sem má lesa í fróðlegri grein Kristeligt Dagblad.

Fræðslukvöld miðvikudaginn 3. apríl kl. 20

Miðvikudagskvöldið 3. apríl mun sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fv. sóknarprestur á Egilsstöðum flytja erindi sem nefnist ,,hinn boðandi söfnuður" en erindið er hluti af fræðslukvöldaröð prófastsdæmisins og Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar sem fer fram þessar vikurnar að frumkvæði Glerárkirkju. Dagskráin hefst kl. 20:00 með helgistund í umsjón sr. Gunnlaugs Garðarssonar sem einnig leiðir umræður að kaffihléi loknu.