Fréttir

Dagsferðir fermingarbarna á Löngumýri

Þessa dagana standa hinar árlegu dagsferðir fermingarbarna Glerárkirkju yfir. Mánudaginn 26. október fara nemendur úr Glerárskóla, föstudaginn 30. október nemendur úr Giljaskóla og mánudaginn 2. nóvember er svo komin röðin að nemendum úr Síðuskóla. Nánari upplýsingar um ferðirnar er að finna í bréfi sem prestar kirkjunnar sendu heim til fermingarbarnanna. Brottför er hvern dag frá Glerárkirkju kl. 08:30 að morgni og komið er til baka rúmum 12 tímum seinna. Athugið að af þessum sökum verða hvorki prestar kirkjunnar né djákni við á umræddum dögum. Beðist er velvirðingar á því en fólki bent á að hafa samband símleiðis. Farsími sr. Gunnlaugs er 864 8455, sr. Arnalds 864 8456 og Péturs djákna 864 8451.

Pleasantville á bíókvöldi 21. október

Kvikmyndin Pleasantville verður sýnd á bíókvöldi í Glerárkirkju næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 19:00. Á undan sýningunni mun Pétur Björgvin djákni halda stutt inngangserindi. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.

TTT starfið stefnir á þátttöku í haustsamveru á Dalvík

Sameiginleg haustsamvera TTT starfsins í kirkjunni og deildarstarfs KFUM og KFUK í Eyjafirði verður haldin 6. og 7. nóvember næstkomandi á Dalvík. Og TTT í Glerárkirkju stefnir að sjálfsögðu þangað. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.