21.12.2015
?Og Orðið varð hold, hann bjó með oss,? (Jóh 1.14)
Um hátíðarnar verður fjölbreytt helgihald í Glerárkirkju alla. Komum og fögnum komu frelsarans! Hér má nálgast upplýsingar um helgihald hátíðanna...
17.12.2015
Helgihald fjórða sunnudaga í aðventu.
Jólagleði sunnudagaskólans kl. 11. Eftir helgistund í kirkjunni verður jólaball í safnaðarheimilinu. Umsjón með stundinni hafa sr. Gunnlaugur Garðarsson og Svava Ósk Daníelsdóttir. Foreldrar og börn, ömmur og afar eru hjartanlega velkomin!
17.12.2015
Fimmtudaginn n.k. kl. 15 verður jólasamvera eldri borgara í Glerárkirkju. Umsjón með samverunni hefur sr. Jón Ómar Gunnarsson. Snorri Guðvarðarson mun syngja með okkur jólalögin og Snjólaug Ósk Aðalsteinsdóttir les jólasögu.
10.12.2015
Helgihald í Glerárkirkju, þriðja sunnudag í aðventu.
Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerákirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
09.12.2015
Laugardaginn 12. desember n.k. verður margt brallað í kirkjunni kl. 13 - 15. Kirkjubrall er samvera fyrir alla fjölskylduna og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Á laugardaginn skreytum við piparkökur, búum til jólakúlur, jólakort, förum í ratleik og margt fleira. Syngjum jólalög og fáum okkur síðdegishressingu. Í Kirkjubrall eru allir velkomnir börn, unglingar, mömmur, pabbar, ömmur og afar!
03.12.2015
Helgihald í Glerárkirkju, annan sunnudag í aðventu.
Fjölskylduguðsþjónusta og helgileikur kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar ásamt Sunnu Kristrúnu Gunnlaugsdóttur, djákna. Barna - og æskulýðskórar kirkjunnar syngja og sýna helgileik.
Kvöldmessa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur.