Uppgjör við siðbót - fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju
04.10.2017
Uppgjör við siðbót - er röð erinda á miðvikudagskvöldum kl. 20 í tilefni af siðbótarafmælinu þar sem áhrif siðbótarinnar eru metin og túlkuð í ljósi samtímans. Siðbótarafmælið er miðað við það þegar Marteinn Lúther negldi mótmælagreinar sínar upp á hurð Hallarkirkjunnar í Wittenberg, en hvað hefur það með borgarsamfélag nútímans að gera? Það eru þrír biskupar, tveir prófessorar og tveir guðfræðingar sem fjalla um Heilaga Ritningu, kenningar, söfnuðinn, helgihald, reynslu og siðferði í þessu samhengi. Markmiðið með kvöldunum er að skoða á þessum tímamótum arf lúthersku kirkjunnar og ræða um þýðingu hans á líðandi stundu.