30.05.2013
Verkefnið Snow and sun - boring or fun, sem var styrkt af Evrópu unga fólksins árið 2011, var valið fyrirmyndaverkefni af samtökunum. Á þriðjudaginn var tók Klaudia Migdal, sem tók einmitt þátt í verkefninu sem fyrrverandi sjálfboðaliði í Glerárkirkju, við viðurkenningu fyrir hönd kirkjunnar.
29.05.2013
Þetta árið heldur Kór Glerárkirkju tónleika í samvinnu við kammerkór frá Eistlandi sem heitir Vanalinna Segakoor.
Tónleikarnir eru fimmtudaginn 30.maí kl. 20.00
29.05.2013
Nú eru myndirnar sem ljósmyndarinn tók í fermingum vorsins komnar í hús. Við munum dreifa þeim í skólunum á föstudaginn kemur. Hér er hægt að skoða hópmyndirnar. Einstaklingsmyndirnar er hægt að fá á tölvutæku formi með því að senda sr. Örnu Ýrr póst á arna@glerarkirkja.is
29.05.2013
Messað verður í Glerárkirkju á sjómannadaginn kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur. Að messu lokinni verður lagður blómsveigur að minnisvarða við kirkjuna um týnda og drukknaða sjómenn.