Fréttir

Verkefni á vegum Glerárkirkju valið fyrirmyndarverkefni

Verkefnið Snow and sun - boring or fun, sem var styrkt af Evrópu unga fólksins árið 2011, var valið fyrirmyndaverkefni af samtökunum. Á þriðjudaginn var tók Klaudia Migdal, sem tók einmitt þátt í verkefninu sem fyrrverandi sjálfboðaliði í Glerárkirkju, við viðurkenningu fyrir hönd kirkjunnar.

Vortónleikar Kórs Glerárkirkju og Vanalinna Segakoor frá Eistlandi fimmtudaginn 30.maí kl. 20.00

Vortónleikar Kórs Glerárkirkju og Vanalinna Segakoor frá Eistlandi

Þetta árið heldur Kór Glerárkirkju tónleika í samvinnu við kammerkór frá Eistlandi sem heitir Vanalinna Segakoor. Tónleikarnir eru fimmtudaginn 30.maí kl. 20.00

Myndirnar úr fermingarathöfnunum eru komnar

Nú eru myndirnar sem ljósmyndarinn tók í fermingum vorsins komnar í hús. Við munum dreifa þeim í skólunum á föstudaginn kemur. Hér er hægt að skoða hópmyndirnar. Einstaklingsmyndirnar er hægt að fá á tölvutæku formi með því að senda sr. Örnu Ýrr póst á arna@glerarkirkja.is

Messa á sjómanndaginn kl. 11

Messað verður í Glerárkirkju á sjómannadaginn kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur. Að messu lokinni verður lagður blómsveigur að minnisvarða við kirkjuna um týnda og drukknaða sjómenn.