29.08.2014
Fyrsta hádegissamveran vetrarinns verður nk. miðvikudag 3. september kl. 12.00. Allir velkomnir.
26.08.2014
Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 31. ágúst kl: 14.00 Sr. Jón Ómar Gunnarsson boðinn velkominn til þjónustu og settur í embætti af prófasti sr. Jóni Ármanni Gíslasyni. Sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur þjónar. Kaffiveitingar að athöfn lokinni. Allir hjartanlega velkomnir.
20.08.2014
Messa verður í Lögmannshlíðarkirkju sunnudaginn 24. ágúst kl. 20.30. Prestur sr. Gunnlaugur Garðarsson. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.
15.08.2014
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir mun kveðja söfnuðinn í messu sunnudagskvöldið 17. ágúst kl. 20:30. Hún heldur nú til starfa í Grafarvogssöfnuði í Reykjavík eftir fjögurra ára þjónustu hér. Allir eru velkomnir að taka þátt í helgihaldinu og þiggja veitingar að messu lokinni.
12.08.2014
Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 20.30 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og kveður söfnuninn. Kaffi og meðlæti að messu lokinni. Allir hjartanlega velkomnir.
08.08.2014
Undanfarin tvö ár hefur væntanlegum fermingarbörnum verið boðið upp á ferð til Hólavatns í ágúst. Tilgangurinn er að kynna æskulýðsstarf kirkjunnar fyrir börnunum en það er unnið í samstarfi við KFUM og K.
08.08.2014
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, allir velkomnir.