01.11.2012
Næstkomandi þriðjudag 6. nóvember tekur Litli leikklúbburinn til starfa. Hann er fyrir alla krakka í 2. bekk og upp úr. Hugmyndin er að skemmta sér við það að undirbúa jólaleikrit. Fundir verða á þriðjudögum kl. 16:30 - 17:30 á neðri hæð Glerárkirkju. Umsjón með starfinu hafa þær Guðrún Ösp í síma 845 9867 og Kristín Helga í síma 698 4415.
01.11.2012
Næstkomandi miðvikudag 7. nóvember fær Glerárkirkja í heimsókn einn fremsta fræðimann okkar á sviði Gamla testamentisins á fræðslukvöld. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson mun flytja erindi um Trúfélagið, sýn og skipulag. Hann mun leggja áherslu á fræðasvið sitt og spurningarnar sem hann glímir við eru: Eykur fjölbreytileiki guðsþjónustuformsins skilning á trú? Dæmi m.a. tekin af helgihaldi hinna fornu Hebrea/Ísraelíta eins og það
birtist í Davíðssálmum. Hvað er það sem aðgreinir gyðingdóm og kristni og hvað sameinar? Fræðslukvöldin hefjast kl. 20, boðið er upp á veitingar í hléi en eftir þær eru umræður um efni kvöldsins.
30.10.2012
Vegna veðurs komst frú Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum ekki en erindi hennar var flutt og tekið til umræðu á fræðslukvöldi í Glerárkirkju 31. október kl. 20. Efni kvöldsins var Sjálfsskilningur, siðfræði og sjálfsmynd. Nú er hægt að lesa erindi frú Solveigar Láru á vefsíðu hennar, slóðin er hér á síðunni...
26.10.2012
Miðvikudagskvöldið 24. október flutti Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur erindi í Glerárkirkju um guðshugmyndir. Erindið er hluti af umræðukvöldaröð sem stendur yfir þessar vikurnar undir yfirskriftinni "Hvað er kristin trú?" og byggja umræðurnar á samnefndri bók eftir Halvor Moxnes, norskan guðfræðiprófessor sem horfir mjög gagnrýnum augum á margt sem tengist kristni og biblíuskilningi. Dagskráin hefst kl. 20:00 á miðvikudagskvöldum. Vel fyrir níu er tekið kaffihlé og að því loknu taka við óformlegar umræður um skoðanir Moxnes Næsta miðvikudagskvöld flytur frú Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal erindi um Sjálfskilning, siðfræði og sjálfsmynd. Dagskrána má skoða hér.
24.10.2012
Samvera eldri borgara verður fimmtudaginn 25. október kl. 15. Gestur samverunnar verður Gunnar Jónsson frá Villingadal. Hann mun flytja fróðleik um mannlíf í Saurbæjarhreppi. Rúta fer frá Lindasíðu kl. 14:45 og kemur við á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð.
22.10.2012
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti í Akureyrarkirkju kemur og kynnir krílasálma á foreldramorgni í fyrramálið, þriðjudaginn 23. október. Foreldrar með ung börn eru velkomnir að eiga notalega samverustund með börnunum sínum. Morgunverðarhlaðborð á vægu verði í boði.
20.10.2012
Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju, tekur þessa dagana þátt í verkefni Rauða krossins sem fram fer í Simbabwe ásamt 40 þátttakendum m.a. frá Ástralíu, Noregi og Kanada. Um starfsþjálfun er að ræða þar sem þátttakendur eru undirbúnir undir starf sem sendifulltrúar í tengslum við neyðarsveitir (ERU) Rauða krossins. Á bloggsíðu Péturs má fræðast lítillega um þetta verkefni og bakgrunn þess að hann sé nú þátttakandi á slíku námskeiði.
20.10.2012
Þriðjudaginn 6. nóvember munu fermingarbörn Glerárkirkju ganga í hús í hverfinu til þess að safna fyrir hjálparstarf kirkjunnar. Krakkarnir fengu kynningu um þróunaraðstoð og hjálparstarf í fræðsluferðum á Löngumýri og nú eru þau hvött til að ganga í hús og vonumst við til þess að íbúar í sókninni taki þeim vel. Á foreldrafundum í lok október verður bréfum varðandi þetta dreift til foreldra, en bréfið er birt hér líka til upplýsingar.
20.10.2012
Sr. Guðmundur Guðmundsson er prestur í messu safnaðarins í Glerárkirkju sunnudaginn 21. október kl. 11:00. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Barnastarfið verður á sínum stað í safnaðarsalnum. Þar verður Hermann á gítarnum og Dagný og Rakel segja sögur, sýna brúðuleikhús og annað sem tilheyrir skemmtilegum sunnudagaskóla. Um kvöldið er svo kvöldguðsþjónusta sem sr. Guðmundur leiðir ásamt Krossbandinu sem sér um söng og tónlist.
19.10.2012
Miðvikudagskvöldið 17. október hélt sr. María Ágústsdóttir erindi á fræðslukvöldi prófastsdæmisins í Glerárkirkju sem fjallaði um biblíutúlkun og byggði erindið að stórum hluta á öðrum kafla úr bók Halvors Moxnes "Hvað er kristin trú?" 27 manns sátu þennan fræðslufund sem var annar fundurinn í átta umræðukvöldaröð. Næst mun Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur fjalla um Guðsmyndir og mannskilning og fer fyrirlesturinn hans fram miðvikudagskvöldið 24. október. Erindin eru birt jafnóðum á glerarkirkja.is og er nú hægt að horfa á erindi Maríu hér á vefnum.