Fréttir

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er hafin

Fólk sem ekki hefur aðgang að vatni til drykkjar, matargerðar og til að gæta hreinlætis er útsett fyrir lífshættulegum sjúkdómum sem berast með óhreinu vatni eins og kóleru og öðrum niðurgangspestum. Með aðgengi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Fæðan verður næringarríkari með fjölbreyttari jarðyrkju og búfjárrækt. Hreinlæti eykst og það leiðir aftur til aukins heilbrigðis. Börn geta farið í skólann í stað þess að sækja vatn um langan veg og konum gefst tími til að afla tekna með því að selja afurðir. Allt leiðir þetta til virkari þátttöku fólks í samfélaginu og til sjálfbærrar þróunar samfélaga.

Sunnudagurinn 29. nóvember

Helgihald í Glerárkirkju - fyrsta sunnudag í aðventu. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerákirkju syngur. Aðventukvöld kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson leiðir stundina. Ræðukona kvöldsins er Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Hjónakvöld: Máttur fyrirgefningarinnar

Miðvikudaginn 25. nóvember verður fjórða hjónakvöld mánaðarins og er þema kvöldsins: Máttur fyrirgefningarinnar.

Sunnudagurinn 22. nóvember

Helgihald í Glerárkirkju. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerákirkju syngur. Kvöldguðsþjónusta kl. 20 . Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og krossbandið leiðir almennan söng.

Samvera eldri borgara

Samvera eldri borgara verður kl. 15 fimmtudaginn n.k. Sr. Gunnlaugur Garðarsson hefur umsjón með samverunni. Að þessu sinni verður Valdimar Gunnarsson, framhaldsskólakennari, gestur samverunnar. Kaffiveitingar, helgistund og gott samfélag. Allir velkomnir. Ath. rúta fer frá Lindarsíðu og kemur við á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð.

Hjónakvöld í Glerárkirkju

Miðvikudaginn 18. nóvember verður þriðja hjónakvöld mánaðarins og er þema kvöldsins: Að leysa ágreining. Í fyrirlestrinum sem sýndur verður fjalla hjónin Nicky og Sila Lee um samskipti í hjónabandinu og hvernig megi leysa ágreining farsællega....

Sunnudagurinn 15. nóvember

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Anítu Jónsdóttur meðhjálpara. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni.

Hjónakvöld: Listin að tjá sig

Miðvikudaginn 11. nóvember verður hjónakvöld númer tvö og er þema kvöldsins: Listin að tjá sig. Í fyrirlestrinum sem sýndur verður fjalla hjónin Nicky og Sila Lee um tjáskipti í hjónabandinu. Hjónakvöldin verða öll miðvikudagskvöld í nóvember kl. 20-22.

Starfsnemar í Glerárkirkju

Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djáknakandídat, og Sindri Geir Óskarsson, guðfræðikandídat eru þessa dagana í starfsnámi við Glerárkirkju. Þau koma við í flestum liðum starfsins og kynnast störfum djákna og presta. Þau taka því þátt í helgihaldi, fermingarstörfum og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Við óskum þeim blessunar og vonum að tíminn í Glerárkirkju verði þeim báðum lærdómsríkur.

Velheppnað hjónakvöld

Fyrsta hjónakvöldið af fjórum í nóvember fór fram 4. nóvember og mættu 11 pör á hjónakvöldið. Þema kvöldsins var Að byggja traustan grunn, en hjónakvöldin byggja á námskeiðinu Hamingjuríkt líf, sem á rætur sínar að rekja til Englands. Á þessu fyrsta kvöldi var fjallað um hin ólíku stig hjónabandsins, helstu ástæður þess að hjónabönd bresta og hvernig er hægt að byggja traustan grunn undir hjónabandið. Hvert og eitt par vann tvö verkefni úr verkefnabók námskeiðins. Á næsta hjónakvöldi er þemað Listin að tjá sig....