Safnað til stuðnings hjálparstarfi!
04.11.2015
Dagana 2. og 3. nóvember gengu fermingarbörn frá Glerárkirkju í hús norðan Glerár og söfnuðu til stuðnings vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Áður en börnin gengu í hús fengu þau fræðslu um það hvernig vatnsþró, vatnstankur eða brunnur með hreinu vatni getur gjörbreytt lífi fólks til hins betra: Heilsufar batnar; stúlkur sem áður sóttu vatn um langan veg fá tíma til að sækja skóla; með áveitu verður til meiri og betra fæða og svo koll af kolli. Þeir sem ekki voru heima geta stutt við verkefnið með því að leggja inn á söfnunarreikning Hjálparstarfs kirkjunnar: 0334 - 26 - 56200, kt. 450670-0499.