Fréttir

Sjálfboðaliðar óskast til Panama

Mörgum sem störfuðu í Glerárkirkju veturinn 2005 til 2006 er Silvia Geiger örugglega í fersku minni en hún var hér í kirkjunni sem sjálfboðaliði. Í dag er hún gift og ber ættarnafnið Herazo. Silvia býr í Panama ásamt eiginmanni sínum þar sem þau starfa fyrir Ungt fólk með hlutverk. Nú hefur okkur í Glerárkirkju borist bréf þar sem hún segir frá því að þau eru að leita að sjálfboðaliðum til að starfa með þeim í skóla sem Ungt fólk með hlutverk rekur þar: Doulos Christian Academy.

Messað í Lögmannshlíðarkirkju 3. júlí kl. 20:30

Messað verður í Lögmannshlíðarkirkju sunnudagskvöldið 3. júlí kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Valmars Väljaots.

Mikilvægi hins trúarlega

Athygli er vakin á því að lesa má útdrátt greinar sem birtist í Morgunblaðinu í dag, mánudaginn 20. júní undir ofangreindri yfirskrift á trú.is, en þar segir m.a.: Margvíslegar breytingar í samfélaginu kalla á margþátta skilgreiningar á hugtakinu trú eða trúarbrögð. Mikilvægt er að rannsaka áhrif trúar(bragða). Lesa pistil á trú.is

... og þjóðin situr á kirkjutröppunum í norðangarranum

Í ljósi atburða síðustu daga hef ég spurt sjálfan mig hvort verið geti að ég og jafnvel fleiri vígðir þjónar í kirkjunni séum týnd í smáatriðunum, blinduð af sjálflægri þekkingu og sannfærð um að geta bjargað kirkju Krists í eigin mætti. Á meðan stækkar hins vegar gjáin milli kirkju og þjóðar. Lesa áfram á trú.is

Kvenfélagið Baldursbrá með árlega kaffisölu á 17. júní

Kvenfélagið Baldursbrá verður með sitt árlega kaffihlaðborð í safnaðarsal Glerárkirkju á þjóðhátíðardaginn, 17. júní frá kl. 14:30. Verð fyrir fullorðna er kr. 1500 og kr. 750 fyrir börn á aldrinum sjö til fjórtán ára, en frítt er fyrir yngri börn. ATH: Ekki er tekið við greiðslukortum. Í andyri kirkjunnar verður Ingibjörg María Gylfadóttir með ljósmyndasýninguna FRELSIÐ frá 14:30 til 17:00.

Sýning á gömlum biblíumyndum

Þessa dagana er verið að undirbúa sýningu á gömlum biblíumyndum sem verður seinna í sumar hér í Glerárkirkju. Hluti undirbúningsins er að myndirnar hafa nú verið gerðar aðgengilegar hér á vef Glerárkirkju. Annars vegar er um myndir eftir danska listamanninn Poul Steffensen (1866-1923) að ræða og hins vegar myndir eftir breska listakonu og trúboða sem hét Elsie Anna Wood (1887-1978). Myndir eftir Poul Steffensen - Myndir eftir Elsie Anna Wood

Fyrirmyndir, trú og skóli

Athygli er vakin á því að lesa má útdrátt greinar sem birtist í Morgunblaðinu í gær, laugardaginn 11. júní undir ofangreindri yfirskrift á trú.is, en þar segir m.a.: Trúarlega víddin í fjölmenningunni hefur fengið lítið rými innan félagsvísindarannsókna. Því er erfitt að taka ígrundaðar ákvarðanir um trú og skóla. Lesa pistil á trú.is

Mánudagspæling á trú.is

Á sunnudögum vaknaði afi fyrir allar aldir. Hann var meðhjálpari, vildi hafa kirkjuna fína og fór snemma. Við amma fórum í spariföt þó nokkru seinna og héldum til kirkju. Þegar við komum í kirkjuna var hún hrein og strokin. Hver sunnudagur var hátíð. Upplifun mín var að við værum öll svo fín. Lesa pistil á trú.is