21.12.2015
?Og Orðið varð hold, hann bjó með oss,? (Jóh 1.14)
Um hátíðarnar verður fjölbreytt helgihald í Glerárkirkju alla. Komum og fögnum komu frelsarans! Hér má nálgast upplýsingar um helgihald hátíðanna...
17.12.2015
Helgihald fjórða sunnudaga í aðventu.
Jólagleði sunnudagaskólans kl. 11. Eftir helgistund í kirkjunni verður jólaball í safnaðarheimilinu. Umsjón með stundinni hafa sr. Gunnlaugur Garðarsson og Svava Ósk Daníelsdóttir. Foreldrar og börn, ömmur og afar eru hjartanlega velkomin!
17.12.2015
Fimmtudaginn n.k. kl. 15 verður jólasamvera eldri borgara í Glerárkirkju. Umsjón með samverunni hefur sr. Jón Ómar Gunnarsson. Snorri Guðvarðarson mun syngja með okkur jólalögin og Snjólaug Ósk Aðalsteinsdóttir les jólasögu.
10.12.2015
Helgihald í Glerárkirkju, þriðja sunnudag í aðventu.
Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerákirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
09.12.2015
Laugardaginn 12. desember n.k. verður margt brallað í kirkjunni kl. 13 - 15. Kirkjubrall er samvera fyrir alla fjölskylduna og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Á laugardaginn skreytum við piparkökur, búum til jólakúlur, jólakort, förum í ratleik og margt fleira. Syngjum jólalög og fáum okkur síðdegishressingu. Í Kirkjubrall eru allir velkomnir börn, unglingar, mömmur, pabbar, ömmur og afar!
03.12.2015
Helgihald í Glerárkirkju, annan sunnudag í aðventu.
Fjölskylduguðsþjónusta og helgileikur kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar ásamt Sunnu Kristrúnu Gunnlaugsdóttur, djákna. Barna - og æskulýðskórar kirkjunnar syngja og sýna helgileik.
Kvöldmessa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur.
29.11.2015
Fólk sem ekki hefur aðgang að vatni til drykkjar, matargerðar og til að gæta hreinlætis er útsett fyrir lífshættulegum sjúkdómum sem berast með óhreinu vatni eins og kóleru og öðrum niðurgangspestum. Með aðgengi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Fæðan verður næringarríkari með fjölbreyttari jarðyrkju og búfjárrækt. Hreinlæti eykst og það leiðir aftur til aukins heilbrigðis. Börn geta farið í skólann í stað þess að sækja vatn um langan veg og konum gefst tími til að afla tekna með því að selja afurðir. Allt leiðir þetta til virkari þátttöku fólks í samfélaginu og til sjálfbærrar þróunar samfélaga.
26.11.2015
Helgihald í Glerárkirkju - fyrsta sunnudag í aðventu.
Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerákirkju syngur.
Aðventukvöld kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson leiðir stundina. Ræðukona kvöldsins er Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
25.11.2015
Miðvikudaginn 25. nóvember verður fjórða hjónakvöld mánaðarins og er þema kvöldsins: Máttur fyrirgefningarinnar.
19.11.2015
Helgihald í Glerárkirkju.
Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kór Glerákirkju syngur.
Kvöldguðsþjónusta kl. 20 . Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og krossbandið leiðir almennan söng.