13.05.2015
Uppstigningardagur er dagur eldri borgara í Þjóðkirkjunni og af því tilefni verður messa í Glerárkirkju fimmtudaginn 14. maí kl. 14. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Karlakór Akureyrar - Geysir leiðir almennan söng og Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, flytur hugleiðingu. Eftir messu býður söfnuðurinn til messukaffis. Allir velkomnir.
12.05.2015
Í tilefni 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélags bjóða Amtsbókasafnið og Hið íslenska biblíufélag upp á dagskrá laguardaginn 16. maí n.k. á Amtsbókasafninu. Opnuð verður biblíusýning í tilefni afmælisársins. Dagskráin hefst kl. 13 og samanstendur af barnastund, fyrirlestur um sögu og starf biblíufélagsins og leiðsögn um biblíusýninguna.
07.05.2015
Sunnudaginn 10. maí verður messa kl. 11. Eftir messu verður aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðar-sóknar. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar í messunni, kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
02.05.2015
Sunnudaginn 3. maí predikar biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, við kvöldmessu í Glerárkirkju kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna við messuna ásamt Sunnu Kristrúnu Gunnlaugsdóttur, djákna, Að messu lokinni verður veglegt messukaffi í boði safnaðarins. Allir velkomnir.
30.04.2015
Helgihaldi helgarinnar verður með öðrum hætti en venjulega, kl. 11 verður fjölsyklduguðsþjónusta og vorhátíð kirkjunnar í kjölfarið. Við fáum góða gesti á vorhátíðina Guðmund töframann og trúðana Viktor og Dóra. Um kvöldið kl. 20:30 verður kvöldmessa með biskupi Íslands sem mun vísitera Glerárprestakall dagana 3. - 5. maí.
29.04.2015
Dagana 30. apríl - 1. maí næstkomandi verður vorferð UD Glerá, æskulýðsfélags kirkjunnar og KFUM og KFUK. Farið verður í sumarbúðir KFUM og KFUK á Hólavatni. Boðið verður upp á spennandi og skemmtilega dagskrá undir stjórn leiðtoganna Jóhanns, Sunna, Jóns Ómars og Lárusar.
26.04.2015
Það hefur mikið verið um að vera í Glerárkirkju undanfarnar vikur. Við hófum aprílmánuð með fjölbreyttu helgihaldi um bænadagana og páskana og þá mættu fjölmargir til kirkjunnar sinnar. Undanfarnar þrjár helgar hafa 79 ungmenni verið fermd í kirkjunni og biðjum við þeim Guðs blessunar, en í ár fermast 100 fermingarbörn í Glerárkirkju.
24.04.2015
Það ríkti mikil gleði í Glerárkirkju á sumardaginum fyrsta þegar fjölmenni kom til kirkju. Þó sumarið hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar þá létu félagar úr Skátafélaginu Klakki það ekki á sig fá og gengu fylktu liði frá Giljaskóla til Glerárkirkju. Í kirkjunni voru orgelið og flygillinn sett til hliðar og gítarar og fiðla tekin fram, en hæfileikafólk úr skátafélaginu söng og spilaði í guðsþjónustunni. Margrét Pála Ólafsdóttir, fyrrum skáti, flutti kraftmikla hugvekju...
22.04.2015
Um helgina fermast 29 börn í tveimur fermingarmessum laugardaginn 25. apríl og sunnudaginn 26. apríl kl. 13:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna ásamt meðhjálpurum. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
21.04.2015
Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl verður skátaguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 11:00. Skátar úr Skátafélaginu Klakkur leiða almennan söng. Prestur verður sr. Jón Ómar Gunnarsson. Margrét Pála Ólafsdóttir, fyrrum skáti á Akureyri, flytur hugleiðingu. Skrúðgangan fer frá Giljaskóla kl. 10:30.