Fréttir

Fræðslukvöld í Glerárkirkju 2. nóv. kl. 20 -Stóra púsluspilið

Stóra púsluspilið ? Leitin að elstu handritum Biblíunnar eftir Hans Johan Sagrusten í þýðingu sr. Hreins S. Hákonarsonar. Bókin kom út 2015 hjá Skálholtsútgáfan ? útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Þessi bók verður kynnt og um hana fjallað í Glerárkirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20.00. Í bókinni rekur höfundur á einkar læsilegan hátt hina mögnuðu sögu margra handrita Biblíunnar. Þetta er saga sem er flestum ókunn og margt sem kemur í ljós vekur undrun og þá tilfinningu að ekkert sé tilviljun. Í kynningunni verður einkum staldrað við þrennt: hið þrotlausa starf hinna ókunnu ritara; handrit Gamla testamentisins frá hinni frægu borg Aleppó og starf Konstantíns Tischendorfs. Það er þýðandinn sem kynnir bókina. Kaffiveitingar og umræður og spjall.

Sunnudagurinn 30. október - Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00 og Kvöldmessa kl. 20:00

Fræðslukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 26. okt. kl. 20

Dr. Bjarni Guðleifsson kynnir nýja bók sína Öreindir, alheimurinn og lífið ? og Guð. Í þessari bók sinni takast náttúrufræðingurinn og trúmaðurinn á við nýjar kenningar og þekkingu um öreindir, alheiminn og lífið. Þetta er framhald af síðasta fræðslukvöldi þar sem fengist var við hvernig talað er um Guð og hvar á að byrja eftir bók Rob Bell. Í þessari bók kynnir Bjarni hugmyndir manna um öreindirnar og alheiminn og veltir því fyrir sér hvernig samræma má þessar kenningar og þekkingu guðstrú.

Fræðslukvöld: Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð

Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð. Er hægt að tala um Guð í nútímanum? Hvernig ættum við þá að tala um Guð og hvar ættum við að byrja? Á fræðslukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 19. október kl. 20 mun dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um þessar lykilspurningar. Allir velkomnir.

Sunnudagurinn 16. október. Sunnudagaskóli og messa kl 11:00 í Glerárkirkju. Kvöldguðþjónusta kl 20:00 í Glerárkirkju

Sunnudagurinn 9. október. Sunnudagaskóli og messa kl 11:00 í Glerárkirkju. Messa kl 14:00 á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð