Fréttir

Kvöldmessa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 2. febrúar kl. 20:00

Kvöldmessa verður í Glerárkirkju sunndaginn 2 febrúar kl. 20:00 Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Allir velkomnir.

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 2. febrúar kl. 11

Fjölskylduguðþjónusta verður í Glerárkirkju sunnudaginn 2. febrúar kl. 11. Sunnudagaskólinn tekur þátt. Barna-og æskulýðskór kirkjunnar leiðir almennan söng. Marimbasveit Giljaskóla kemur í heimsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að fjölmenna með börnunum.

Kristin íhugun og bæn á fræðslukvöldum á miðvikudögum í febrúar

Á miðvikudagskvöldum í febrúar kl. 20-22 verða fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju um andlega iðkun kirkjunnar. Og verður stígið skrefi lengra á þeim þar sem verður lögð áhersla á iðkun og æfingu íhugunar og bæna. Kynntar verða mismunandi leiðir sem aldalöng reynsla er fyrir í kirkjunni. Fyrirlesararnir hafa hver um sig lagt stund á þessar íhugunar- og bænaleiðir og menntað sig í þeim. Boðið verður upp á fyrirspurnir og umræður. En hvert kvöld endar með íhugun í kirkjunni þar sem fólk fær að reyna það sem um er rætt.

Mistök með auglýsingu á sunnudagaskólanum

Því miður gleymdist að setja inn upplýsingar um sunnudagaskólann í Dagskrána eins og venjan er. Við biðjumst afsökunar á þessum mistökum. Það mættu samt nokkur börn sem voru hress og kát og hlustuðu á sögu um Bartímeus blinda og auðvitað Rebba og Mýslu. Sunnudagsskóli verður alla sunnudaga nema þegar fjölskylduguðsþjónusta er. Næsta sunnudag 2. febrúar er fjölskylduguðsþjónusta. Sjáumst þá!

Samkoma í bænavikunni á föstudagskvöld

Á föstudagskvöld kl. 20 verður sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Glerárkirkju. Ræðumaður: Sr. Hjalti Þorkelsson, prestur Kaþólsku kirkjunnar á Akureyri. Fjölbreyttur söngur og kaffi og meðlæti á eftir.

Messa og sunnudagaskóli í Glerárkirkju sunnudaginn 26. janúar kl. 11

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 26. janúar kl 11. Prestur Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Organisti. Petra Pálsdóttir. Kirkjukór Glerárkikju leiðir söng. Sunnudagaskólinn í safnaðarsalnum.

Alþóðleg samkirkjuleg bænavika á Akureyri 18. -25. janúar

Dagskrá í dag mánudag 20. janúar kl. 20:00 Bænastund í Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20. Sjá: http://kirkjan.is/naust/2014/01/15/samkirkjuleg-baenavika-a-akureyri-18-25-januar/#more-4778

Fermingarfræðslan hefst aftur í vikunni

Nú hefst fermingarfræðslan aftur og fermingarbörn vetrarins eiga að mæta í tíma skv. stundaskrá. Við hlökkum til að sjá þau aftur hress og kát eftir langt og vonandi gott jólafrí.

Samvera fyrir eldri borgara

Fimmtudaginn 16. janúar kl. 15 er samvera fyrir eldri borgara. Gestur er Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug-og féagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Rútuferð kl. 14.45 frá Lindarsíðu með viðkomu í Lögmannshlíð.

Messa og sunnudagaskóli 19. janúar kl. 11

Messa verður í Glerárkirkju sunnudaginn 19 janúar kl. 11. Prestur er Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Organisti. Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju leiðir söng. Sameiginlegt upphaf í barnastarfi.