Fréttir

Barna- og æskulýðskórinn tekur aftur til starfa

Í næstu viku hefjast aftur æfingar Barna og æskulýðskórs Glerárkirkju. Dagný Halla Björnsdóttir hefur verið ráðin kórstjóri og Rósa Tómasdóttir verður áfram aðstoðarkórstjóri. Æfingar verða á miðvikudögum, yngri börnin, frá 2. - 5. bekk mæta kl. 16:30 og eldri börnin, 6. bekkur og upp úr, mæta kl. 17:15. Þátttaka í kórastarfinu er ókeypis. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta og skrá sig á ofangreindum tímum miðvikudaginn 11. september

Fermingarfræðsla Glerárkirkju hefst í þessari viku

Nú fer fermingarfræðslan af stað í Glerárkirkju. Í þessari viku verða kynningarfundir, einn fyrir börn í hverjum skóla.

Bingó kvenfélagsins Baldursbrár

Kvenfélagið Baldursbrá heldur bingó í Safnaðarsal Glerárkirkju laugardaginn 7. september kl. 14. Góðir vinningar í boði. Allur ágóði rennur til líknarmála.

Hólavatnsferð væntanlegra fermingarbarna

Nú um helgina dvöldu fermingarbörn úr Glerárskóla og Síðuskóla á Hólavatni ásamt leiðtogum úr UD-Glerá sameiginlegu unglingastarfi Glerárkirkju og KFUM og KFUK á Akureyri. Á föstudaginn kemur er svo röðin komin að krökkum úr Giljaskóla, en brottför er frá Glerárkirkju kl. 16:30 föstudaginn 6. september.

Nýir starfsmenn boðnir velkomnir í messu sunnudaginn 8. september

Sunnudaginn 8. september verður messa kl. 11 í Glerárkirkju. Þar verður Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni sett formlega inn í embætti, og Haukur Þórðarson, umsjónarmaður verður einnig boðinn velkominn til starfa.