03.05.2012
Nýbyggingaframkvæmdir við sumarbúðir KFUM og KFUK að Hólavatni eru nú á lokasprettinum fyrir sumarið. Í ágúst 2008 var
tekin skóflustunga að nýju 210 fermetra húsi og nú tæpum fjórum árum seinna er draumurinn að verða að veruleika og í sumar munu
börnin við Hólavatn fá að njóta þess að dvelja í nýjum herbergjum og eldri svefnaðstöðu hefur verið breytt í
tómstundarými með borðtennisborði, fótboltaspili og fönduraðstöðu.
Sjá nánar á kfum.is.
06.05.2012
Sunnudagurinn 6. maí er fjórði sunnudagur eftir páska og ber hann nafnið Cantate sem þýðir söngur.
Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, mun leiða messu í Glerárkirkju kl. 11:00 þann dag og verður lofgjörðin og gleðin í
fyrirrúmi í samræmi við þema og tilefni dagsins. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
05.05.2012
Karlakór Akureyrar-Geysir heldur vortónleika sína í Glerárkirkju, laugardaginn 5. maí og hefjast þeir kl. 15:00. Þar verða sungin lög
úr öllum áttum, hefðbundin íslensk karlakóralög og erlend lög í bland. Fjórir einsöngvarar koma fram á tónleikunum auk
þess sem KAG-kvartettinn tekur lagið. Stjórnandi er Valmar Väljaots. Miðaverð er 2.000 kr. Miðar eru seldir við innganginn.
06.05.2012
Sunnudagskvöldið 6. maí kl. 20:00 heldur Gospelkór Akureyrar vortónleika sína í Glerárkirkju. Ljúfir tónar í bland við
hressandi gospeltónlist! Allir eru hjartanlega velkomnir, við vonumst til að sjá sem flesta og eiga saman góða kvöldstund. Sérstakir gestir eru
Rúnar Eff og Valmar Väljaots. Stjórnandi er Marína Ósk Þórólfsdóttir. Miðaverð er 1500 kr., 1000 kr. fyrir börn 12 ára
og yngri. Miðar verða seldir við innganginn en einnig er hægt að kaupa miða í Pennanum. (Sjá einnig
á Facebook)