07.11.2011
Um þrjú þúsund fermingarbörn í 67 prestaköllum á öllu landinu munu ganga í hús í þessari viku og safna fé
fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Við í Glerárkirkju hvetjum fermingarbörn vorsins 2012 til
þess að taka þátt. Gengið verður í hús í Glerárhverfi fimmtudaginn 10. nóvember kl. 18.30 til 21:00, föstudaginn 11.
nóvember kl. 18:30 til 21:00 og laugardaginn 12. nóvember kl. 11:00 til 16:00. Þau fermingarbörn sem vilja taka þátt eru
beðin að mæta á fræðslustund um verkefnið fimmtudaginn 10. nóvember kl. 17:45. Foreldrar eru hvattir til þess að styðja við
fermingarbörnin í þessu verkefni. Börnin ganga í hús tvö og tvö saman eða með foreldri.
Hér á vefnum má skoða stutt kynningarmyndband.
14.11.2011
Glerárkirkja, í samstarfi við Skóladeild Akureyrarbæjar og Námsgagnastofnun stendur fyrir Kompásnámskeiði fyrir kennara á Akureyri
haustið 2011. Hverjum grunnskóla er boðið að senda þrjá kennara á námskeiðið,
en það hentar sérstaklega kennurum á unglingastigi. Skráning er hjá skólastjórum í viðkomandi skólum.
09.11.2011
Miðvikudagskvöldið 9. nóvember kl. 20:00 halda umræðukvöld prófastsdæmisins áfram hér í Glerárkirkju. Að þessu
sinni snýst tveggja manna talið um trú, þekkingu og heimspeki. Þátttakendur eru sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur í Glerárkirkju og
dr. Hjalti Hugason, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Að kaffihléi loknu eru almennar umræður. Allir
velkomnir, aðgangur ókeypis.
Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.
07.11.2011
Allt frá árinu 2006 hefur Glerárkirkja staðið fyrir ýmsum verkefnum sem tengjast mannréttindafræðslu, en það ár réð
kirkjan Ölmu Guðnadóttur og Daníel Müller tímabundið til þess að fara í sjöundubekki í skólum bæjarins með
mannréttindafræðslu. Verkefnin sem notuð voru, voru byggð á Kompás, handbók Evrópuráðsins í mannréttindafræðslu
með ungu fólki.
Á trú.is í dag má lesa pistil þessu tengdan, hann nefnist: Kompás í
kirkjustarfi.
06.11.2011
Á allra heilagra messu nk. sunnudag verður messa að venju kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór kirkjunnar leiða söng.
Barnastarfið er á sama tíma í safnaðarheimili, sameiginlegt upphaf í messu. Allir velkomnir.