Fréttir

Íhugun - kyrrð - útivera

Kyrrðardagur verður á Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 16. apríl kl. 10-17. Þátttakendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri svo njóta megi gönguferða í náttúrunni, hvort sem fólk velur að ganga eitt sér eða í hóp. Umsjón: Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum og sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur. Kyrrðardagurinn er þátttakendum að kosnaðarlausu. Fólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning á srslara@ismennt.is eða í síma 462 1963.

Dvöl mín á Íslandi

Maike Schäfer hefur verið sjálfboðaliði í Glerárkirkju og á leikskólanum Síðuskóla frá því í lok ágúst á síðasta ári. Verkefnið er styrkt af Evrópu Unga Fólksins, en Glerárkirkja hefur verið viðurkenndur móttökuaðili innan Evrópu Unga Fólksins frá því á árinu 2005. Við báðum Maike að segja aðeins frá dvöl sinni. (English below)

Fundur í kvenfélaginu Baldursbrá

Almennur félagsfundur verður í kvenfélaginu Baldursbrá næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 19:30. Sérstakur gestur fundarins verður Valgerður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna. Nýir félagar velkomnir.

Ánægjuleg heimsókn frá Færeyjum

Bernharður Wilkinson stjórnaði Föroyjar LandsOrkestur - blásarasveit ungmenna og kennara þeirra frá Færeyjum í fjölskylduguðsþjónustu í Glerárkirkju 3. apríl 2011. Hér að ofan er upptaka af stærstum hluta þess sem þau léku, en fyrri hlutann má finna með því að smella á áfram!

Kór Glerárkirkju á Dvalarheimilinu Hlíð 20.mars 2011

Fastur þáttur í starfi Kórs Glerárkirkju er að syngja við messur á Dvalarheimilunum Hlíð og Kjarnalundi. Þann 20. mars síðastliðinn var Messa á Hlíð þar sem Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónaði  og félagar úr kór sungu við undileik Valmars Väljaots.  Að vanda var þetta mjög ánægluleg heimsókn. Okkur kórfélögum finnst alltaf gott að koma á Hlíð, hitta íbúa þar og þiggja kaffi og meðlæti eftri messu. Við þökkum kærlega fyrir okkur.