Fréttir

Píslarsagan lesin í messu á Föstudaginn langa

Píslarsaga Krists verður lesin í messu á Föstudaginn langa í Glerárkirkju. Messan hefst kl. 11:00. Þar minnumst við krossdauða Jesú Krists, sem lét lífið fyrir okkur, syndugar manneskjurnar. Það er sr. Gunnlaugur Garðarsson sem þjónar í þessari messu. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Íhuganir undir krossinum

,,Grundvöllur gildanna og gáta lífsins" er yfirskrift erindis sem Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við Háskólann á Akureyri og deildarformaður lagadeildar flytur á fræðslu- og íhugunarstund í Glerárkirkju á Föstudaginn langa kl. 14:00.  Í upphafi stundarinnar er stutt helgistund. Boðið er upp á kaffiveitingar í safnaðarsal að erindi loknu og fólk hvatt til að taka þátt í umræðum. Umsjón með stundinni hefur sr. Gunnlaugur Garðarsson.

Páskavaka, laugardagskvöldið 7. apríl

Kristin kirkja um alla veröld fagnar upprisu Krists á páskum. Víða um heim koma kristnir einstaklingar saman aðfaranótt páskadags, hugleiða og upplifa sigur lífsins, vonina sem vaknar í myrkrinu. Í Glerárkirkju leiðir sr. Gunnlaugur Garðarsson páskavöku sem hefst kl. 23:00. Sér við hlið hefur hann Valmar Väljaots og Kór Glerárkirkju. Allir velkomnir.

Hátíðarmessa kl. 09:00 á páskadag

Við tökum daginn snemma í Glerárhverfi á páskadag því að það er messa í Glerárkirkju klukkan níu um morguninn og léttur morgunverður í boði á eftir. Það er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir sem stjórnar hátíðarmessunni þennan morgun og hefur Kór Glerárkirkju ásamt Valmari Väljaots sér við hlið. Þetta verður fögur morgunstund sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Gleðilega páska!

Létt kvöldstund með Krossbandinu

Að kvöldi annars dags páska, mánudaginn 9. apríl er kvöldguðsþjónusta í Glerárkirkja kl. 20:00. Þar leiðir sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir létta lofgjörðarstund þar sem Krossbandið, þau Snorri, Ragga, Stebbi og Haukur, sjá um tónlistina. Mikill söngur, hugljúf stund þar sem upprisugleðin er í fyrirúmi. Allir hjartanlega velkomnir.

Styrkjum æskulýðsstarfið

Djáknarnir í Hallgrímskirkju og Glerárkirkju eiga pistil í dag á trú.is þar sem sóknarnefndir og allt kirkjunnar fólk er hvatt til að styrkja æskulýðsstarfið. Þau segja meðal annars: Það er því sérstakt þakkarefni að víða má finna sóknarnefndir sem leggja sig fram um að styðja við og standa sérstakan vörð um faglegt æskulýðsstarf. Lesa pistil á trú.is.